Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Page 34
-?E, »0i flAV)fla=R ,'v RUÖAQflAÐUM 34 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Sport DV 13, talai dag- sins hjá Önnu Anna María Sveinsdóttir bætir íslandsmet sitt þegar að hún leikur sinn 13. bikarúrslitaleik með Keflavík í Laugardals- höllinni í dag og á ennfremur góða möguleika á að setja og bæta enn fleiri met takist henni og félögum hennar í Keflavíkurliðinu vel upp í leiknum. Enginn íslenskur körfuboltamaður hefur ^ oftar unnið bikarinn en Anna María vann hann í tíunda sinn fyrir íjórum árum síðan. Hún hefur spilað nfu af þessum tíu sigurleikjum Keflavíkur í bikarúrslitum en missti reyndar af úrslitaleiknum vorið 1993 þar sem hún var ófrísk. Anna María hefur skorað 187 stigíþessum 12 úrslitdleikjum, þar af hefur hún verið stigahæsti leikmaður vallarsins í sex þeirra. Það má því segja að talan 13 sé tala dagsins hjá önnu Maríu því á sama tíma og hún spilar sinn 13. bikarúrslitaleik vantar hana 13 stig til að verða fyrsti íslenski körfubolta- maðurinn til að brjóta 200 stiga múrinn í bikarúrslitaleik. Teitur örlygsson er efstur hjá körlunum með 199 stig. Tölfræðin úr 3 innbyrðisleikjum karlaliða Keflavíkur og Njarðvíkur í vetur FLEST STIG FLEST FRÁKÖST FLESTAR STOÐSENDINGAR HÆSTA FRAMLAG Þessir leikmenn hafa skorað flest stig í innbyrðisleikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í deild (2) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Flest stig: (meðaltal) Derrick Allen, Keflavík 23,3 Þessir leikmenn hafa tekið flest fráköst í innbyrðisleikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í deild (2) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Flest fráköst: (meðaltal) Páll Kristinsson, Njarðvlk 10,3 Þessir leikmenn hafa gefið flestar stoðsendingar í innbyrðisleikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í deild (2) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Flestar stoðsendingar: (meðaltal) Brenton Birmingham, Njarðvík 6,0 Þessir leikmenn hafa lagt mest til sinna liða í innbyrðisleikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í deild (2) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Hæsta framlag: (meðaital) Derrick Allen, Keflavík 25,7 Brandon Woudstra, Njarðvík 21,7 Friðrik Stefánsson, Njarðvík 17,3 Brenton Birmingham, Njarðvík 16,0 Nick Bradford, Keflavík 15,3 Friðrik Stefánsson, Njarðvík 9,0 Derrick Allen, Keflavík 9,0 Brenton Birmingham, Njarðvík 8,0 Nick Bradford, Keflavlk 6,0 Brandon Woudstra, Njarðvík 5,7 Nick Bradford, Keflavfk 4,3 Falur Harðarson, Keflavík 3,5 Gunnar Einarsson, Keflavík 3,3 Brenton Birmingham, Njarðvík 23,5 Brandon Woudstra, Njarðvík 21,3 Friðrik Stefánsson, Njarðvík 19,7 Páll Kristinsson, Njarðvík 15,7 Guðmundur Jónsson, Njarðvík 14,0 Jón N. Hafsteinsson, Keflavík 6,0 Ólafur Aron Ingvason, Njarðvlk 3,3 Guðmundur Jónsson, Njarðvík 14,7 Bikarúrslitaleikur karla í körfu í Laugardalshöll klukkan 16:30 í dag Mikilvægar í Höllinni í dag Fyrirliðar KR og Keflavíkur, Hildur Sigurðatdóttir hjá KR, til vinstri, og Eria Þorsteinsdóttir verða liðum sínum mikilvægar í bikarúrslitunum idag. DV-mynd Róbert Erla hefur aldrei tapað Erla Reynisdóttir, ^leikstjórnandi Keflavíkur, hefur aldrei tapað bikar- úrslitaleik en sex ár eru reyndar liðin frá því að hún lék síðast í bikarúrslitum. Erla varð fjórum sinnum bikarmeistari áður en hún varð tvítug en hefur síðustu fimm tímabil dvalist úti við nám í Bandaríkjunum. * Þrátt fyrir ungan aldur spilaði Erla mjög stórt hlutverk þegar Keflavík vann bikarinn 1995 til 1998. Erla skoraði 62 stig í þessurn íjórum bikarúrslitaleikjum eða 15,5 að meðaltali og varð stigahæsti leikmaður vallarsins þegar Keflavík vann Njarðvík í Garði 1996 leikjum en hún hefur nýtt r„64% skota sinna (9 af 14) fyrir utan þriggja stiga línuna í bikarúrslitum. Stoppa þær Hildi og Erlu? Tveir leikmenn f bikarúrslitaleik kvenna í ár fá örugglega mun meiri athygli frá mótherjum sínum en hinir 18 sem mæta til leiks í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er ekki að ástæðulausu enda hafa þær Erla Þorsteinsdóttir í Keflavík og Hildur Sigurðardóttir í KR haft mikla þýðingu fyrir lið sín f vetur, ekki síst í fjórum innbyrðisleikjum liðanna. Það er líka ljóst að möguleikar hvors liðs fyrir sig að vinna bikarinn aukast til mikilla muna takist KR-ingum að stöðva Erlu undir körfunni eða Keflvíkingum að hemja Hildi Sigurðardóttur. KR vann fyrsta leik liðanna í vetur, 79-69, og kom mörgum þá mjög á óvart enda lék liðið bæði án erlends leikmanns og hafði tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á sama tíma og Keflavík hafði unnið báða sína með meira en 30 stiga mun. Ástæðan? Jú, Hildur Sigurðardóttir átti frábæran leik, skoraði 30 stig, tók 16 fráköst, gaf 8 stoðsendingar en Erla gat hinsvegar ekki leikið með vegna kjálkabrots sem hún hlaut í leiknum á undan. Síðan þá hefur Keflavík unnið alla þrjá leiki liðanna, tvo í deildinni og svo úrslitaleik Hópbílabikarsins rétt fyrir jól. Ástæðan? Jú, Erla Þorsteinsdóttir hefur verið óstöðvandi í þessum þremur leikjum, skoraði 25,0 stig og tekið 10,3 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að hafa spilað aðeins í 25 mínútur í leik. Skotnýting Erlu í þessum leikjum er upp á 62% og vítanýtingin er 85%. Keflavíku'rliðinu hefur hinsvegar gengið mun betur að ráða við Hildi, sérstaklega í sfðustu tveimur leikjum þar sem hún hefur aðeins skorað samtals 15 stig og klikkað á 28 af 31 skoti sínu. Mikill munur með Erlu inná Erla sýndi mikilvægi sitt svo um munaði í úrslitaleik Hópbíla- bikarsins í desember þegar hún skoraði 23 stig á þeim 22 mínútum sem hún spilaði. Keflavík vann líka þá 21 mínútu og 39 sekúndur sem Erla var inni á vellinum, 43-23, en munurinn var aðeins eitt stig Keflavík í hag, 30-29, þær 18 mínútur og 21 sekúndu sem Erla hvíldi á bekknum. Keflavík hefur mun meiri breidd og Hjörtur Harðarson þjálfari mun örugglega reyna að nýta sér það eins og fyrr í vetur en KR á sex af þeim átta leikmönnum sem hafa spilað mest í fjórum innbyrðisleikjum liðanna. Keflavík hefur ekki beðið lengur eftir að vinna bikarinn ffá því að liðið vann hann fyrst 1988 og liðið ætlar sér örugglega sinn annan titil í vetur og fyrsta bikarinn í 4 ár. Bikarúrslitaleikir tveggja síðustu ára gefa góð fyrirheit fyrir skemmtilegum leik því „minna“ liðið hefur slegið í gegn í tveimur síðustu bikarúrslitaleikjum og því ætla KR-konur örugglega að viðhalda í Höllinni í dag. ooj@dv.is Tölfræðin úrfjórum innbyrðisleikjum kvennaliða Keflavíkur og KR ívetur FLEST STIG Þessir leikmenn hafa skorað flest stig (innbyrðisleikjum Keflavíkur og KR í deild (3) og fyrirtækjabikar (1) ívetur: Flest stig: (meðaltal) FLEST FRÁKÖST Þessir leikmenn hafa tekið flest fráköst f innbyrðisleikjum Keflavíkur og KR í deild (3) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Flest fráköst: (meðaltal) FLESTAR STOÐSENDINGAR Þessir leikmenn hafa gefið flestar stoðsendingar í innbyrðisleikjum Keflavíkur og KR í deild (3) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Flestar stoðsendingar: (meðaltal) HÆSTA FRAMLAG Þessir leikmenn hafa lagt mest til sinna liða í innbyrðisleikjum Keflavíkur og KR í deild (3) og fyrirtækjabikar (1) í vetur: Hæsta framlag: (meðaltal) en þá var hún ekki orðin 18 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 25,0 Hildur Sigurðardóttir, KR 13,0 Hildur Sigurðardóttir, KR 13,5 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 27,3 ára gömul. Katie Wolfe, KR 20,0 Anna María Sveinsd., Keflavík 12,0 Erla Reynisdóttir, Keflavík 5,0 Anna María Sveinsd., Keflavík 20,8 Erla var nánast Hildur Sigurðardóttir, KR 15,3 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 10,3 Anna María Sveinsd., Keflavík 4,5 Hildur Sigurðardóttir, KR 15,5 óstöðvandi fyrir utan Anna María Sveinsd., Keflavík 13,3 Guðrún Arna Sigurðard., KR 8,7 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 3,8 Katie Wolfe, KR 14,7 þriggja stiga línuna í Birna Valgarðsdóttir, Keflavlk 13,3 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 8,5 Svava Ósk Stefánsd., Keflavlk 3,5 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 12,5 þessum íjórum úrslita- Kristín Blöndal, Keflavík 10,0 Katie Wolfe, KR 7,3 Tinna B. Sigmundsdóttir, KR 3,5 Guðrún Arna Sigurðard., KR 11,0 Bikarúrslitaleikur kvenna í körfu í Laugardalshöll klukkan 13:00 í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.