Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 11

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 11
gaf út stafsetningarorðabók, (önnur útgáfa frá 1906). — Hann segir m. a. svo i formála: „Þótt ekki sé það beint þeirra manna hlutverk, er staifsetningarorðabækur setja saman, að ræða þar um réttar orðmyndir fyrir rang- ar eða gallaðar að einhverju leyti, þá hefi ég látið það atriði til mín taka í kveri þessu. Ég vildi reyna að láta það koma að sem mestum notum, einkum viðvaningum við ritstörf.....Stöku maður kýs heldur að rita alls ekki Y né Z í íslenzku, til þess að komast hjá öllum vanda. En hvar eru takmörkin, ef laga á rithátt tungumáia eftir því eingöngu, hvað vandasamt þykir eða ekki vandasamt. Sumum þykir þetta vandasamt, og öðrum hitt. Þar er vand- ráðið fram úr. Auk algengra og alþekktra meðmæla með y (ý) og z ber að líta eigi hvað sízt á það, hve útlit ritmáls vort gjörbreytist, ef þeim stöfum er burt rýmt, en það teljum vér tungu vorri til ágætis, auk margs annars, hve lík hún er enn sýnum því, sem var á fyrstu öldum rit- málsins.“ ....... Þá drepur höfundur á, hve stafsetningu manna sé stórum áfátt. Um það farast honum m. a. svo orð: „Ég ætla það engar ýkjur vera, að jafnvel annar hver skólagenginn maður flaski á miklum fjölda orða, ekki af því, að vork- unn þurfi að vera slíkum mönnum að vita hið rétta, heldur blátt á’fram af hirðu leysi eða nokkurs konar stórmennsku. En slíka lítilsvirðingu á móðurmáli sínu mundi hvergi þykja viðsamandi nema hér á landi. Ég hefi sett saman nokkrar klaus- ur með stafsetningarvillum þeim, er ég veit algengar í riti nú á tímum, aðallega í því skyni að fá kennurum í hendur hag- felld dæmi til aS láta lœrisveina sína glíma við að leiðrétta........ En þess læt ég getið um leið, að sjálfsagt mun mega finna 4 af hverjum 5 af þeim villum öllum í prentuðum ritum íslenzkum frá allra sið- ustu árum, jafnvel eftir skólagengna menn eigi siður en óskólagengna. Slíkt mundi þykja hrapallegt ástand hvar sem væri með öðrum þjóðum — hneykslanleg lítilsvirð- ing á móðurmáli höfundarins." .... Er ljóst af þessum ummælum (höfundar) (Björns Jónssonar), að hann telur sjálf- sagt, að menn leggi rækt við hvort tveggja, hið mælta mál og ritaða og kunni á hvoru tveggja svo góð skil, að til sæmdar sé ís- lenzkri tungu, en ekki til vansa. — Til marks um áhuga Björns Jónssonar um ís- lenzkt mál vil ég enn nefna, að hann lætur prenta í lok stafsetningarorðabókar sinnar nokkur mállýti, er hann varar við og vill láta kveða niður. Man ég enn, hversu undrandi ég varð, (ég mun þá hafa verið 18 ára), er ég las þetta í mállýta-skrá Björns: að því er snertir = á að vera um. m— Þetta rökstyður Bjöm m. a. þannig: „Hitt var og mikið undur, um fangið, er þú fekkst við Elli.“ Þótti skaði mikill að um Glúm. Þegar ég hafði lesið skýringar Björns, sá ég strax muninn og hreifst af hinu forna og fagra orðalagi. Hef ávallt síðan reynt að forðast aS því er snertir, en ritað um í þess stað. — Veit ég með vissú, að nefnd mállýtaskrá Björns vakti mikla athygli og gerði mörgum gagn. — Semjum nú við Bíkisútvarpið um að kveða niður málvillur ýmsar, en brýna fyrir mönnum og benda á rétt mál og fagurt. — Segjum mig langar, (ekki mér langar), einhvern langar til einhvers, mig grunar, mig þyrstir, mig hungrar, mig syfjar, mig vantar. — Segjum: ég hlakka til, við hlökk- um til?, hlakkar þú til?, hlakkið þið til?, hlakkar hann til?, hlakka þeir til?, — Sögnin að hlakka til er persónuleg sögn, tekur með sér nefnifall. — sbr. t. d.: Flest allir hlakka til jólanna. — Hlakkar hún til að giftast? Hlakka þær til að giftast? — Segjum að við þurfum að framlengjaeiú- hvað, einhvern, sbr. t. d.: Samningarnir voru iframlengdir. Ég fékk víxilinn fram- lengdan. — Bátinn rak á land i élinu. Hættum að láta snjóélin skella á (eða yfir) og /)o/cwrigriingu hrella bændur og búalið Rétt er að hamla á móti notkun erlendra orða, en gera þarf fleira, þegar um er að ræða vernd tungunnar og viðreisn. Sé er- lendum orðum leyfð landvist og ])au tekin í hóp hinna íslenzku, skiptir mestu máli, að þau (erlendu orðin), séu látin hlíta réttum beygingarreglum íslenzkrar tungu. Nefna má t. d. útlendu orðin lítri og metri. — Séu þau beygð að réttum hætti islenzks máls, er engin ástæða til að amast við þeim. Þau eru einnig auðbeygð, beygjast eins og hnoSri, — t. d. hnoðri, hnoðra, hnoðra, hnoðra, litri, lítra, lítra lítra, metri metra, metra metra. Varist að tala um, að þeir hafi betri aðstöðu eða sigurvæn- legri, sem hafa yfirtökin. Slíkt er, öfug- mæli. Þeir eiga að jafnaði sigurinn vísan, sem náð hafa nnÆrtökunum. Ruglið ekki saman fallbeygingu orðanna Angantýr, Valtýr, og orðstír — Angantýr, Angantý, Angantý, Angantýs. Valtýr eins — en orðstir — orðstír — orðstír orðstírs, err í öllum föllum, vegna þess að það er stofnlægt. — Hættið að tala um að gefa skýringu. — Formaður flutti skýrslu, eða form. skýrði frá o. s. frv. Gerum oss ljóst, að hinar miklu framfarir 20. aldarinnar, eiga einnig að taka til tungu vorrar. Minn- umst í þvi sambandi vaxandi skólagöngu, er veldur því, að meiri kröfur má nú gera til almennings, í þessum efnum en áður, og þá fyrst og fremst til hinna ungu, er lokið hafa námi við skipulag nýju fræðslu- laganna. — Höfum ávallt í huga eftirfar- andi ummæli Sig. Kristófers Péturssonar: „Fernt er það, er fegrar málfar og prýðir. Fyrst er fögur hugsun og skýr. Hugsun er sál hverrar setningar. Fegurð hennar getur orðið svo mikil, að það er líkast þvi, sem sólskin leiki um hraun og hrjóstur óskipulegra orða, svo að þaú virðast föp- ur. — Annað er falleg setningaskipun og eðlileg. Hugsanaröðin nýtur sín að sama sk'api, sem setningamar koma fram í betri röð og reglu. — Setningafræði fjall- ar um þá grein málfars, er kennir fagra setningaskipun. — Þriðja er fagurt orða- val og eðlilegt. Þess ber að gæta, að orðin samsvari efni. Illa fer á því, að orð séu hátiðleg ef hugsun sú, er þau eiga að leiða í ljós, er það ekki. Er hún þá sem óhreinn maður, er gcngur í tárhreinum spariföt- um. Hitt er betra, að hugsun sé fögur, þótt orðin séu ekki samboðin henni. Slíkri hugs- un má þá likja við prúðmenni, sem verð- ur að ganga tötrum búið, sakir örbirgðar. — Og fjórða er háttbundin orðskipun setninga. — .... Heitir hún hrynjandi. — Málfar heitir þá háttbundið, er róm- liáar samstöfur og rómlágar skiptast með svo reglulegum hætti, að af verður jafnt og þétt stig og linig hljóðfalls. — Flest það, er ritað heifur verið í fomöld á ís- lenzka tungu, er svo háttbundið að furðu gegnir. — Hver sá maður, er les þau rit, er bezt hafa verið rituð á íslenzka tungu, t. d. Egils sögu Skallagrímssonar, Njáls sögu eða Grettis sögu Ásmundarsonar, hlýtur að verða snortinn fegurð málfars- ins, ef hann er gæddur málfarskennd. .... Islenzkar bókmenntir báru af öðrum í fornöld um orðsnilld. En framfaraleiðin liggur ekki aðeins að hælum feðra vorra, heldur fyrir tær þeirra. Islenzkum höfund- um, ölnum sem óbornum, er skylt að kosta megins og keppa að þvi, að islenzkar bókmenntir beri af öðrum um málfar á komandi tímum. Munu þá verkin niðja skipa bekk með listaverk- um feðra. Þá mun listin halda vörð um þau. Hún mun og gera þau vinsæl og gæta þess, að þau falli ekki í gleymsku, þótt ár og aldir líði....Spillist tungan, þá spillist fleira, en göfgist hún, þá göfg- ast og þjóðin og verður andleg atgervisþjóð. Er það og eðlilegt, sakir þess að mælt mál og ritað, er sá farvegur, sem allar ár menn- ingar falla um, stórar og smáar.“ .... (Hrynjandi íslenzkrar tungu, e. Sig. Kristófer Pétursson, bls. 28, 29, 43 og 435). — Þar sem ég er aðeins leikmaður í þessum efnum og rita þetta fyrst og fremst af áhuga og aðdáun á tungu vorri, tign hennar og göfgi, — fullyrði ég ekki, að öll ummæli Sig. Kr. Péturssonar um hrynjandina séu rétt. En mjög tel ég æski- legt, að málfræðingar vorir láti álit sitt í ljós um þetta atriði. — Grunar mig, að þvi hafi oflítill gaumur verið gefinn að þessu, um nám og kennslu móðurmáls- ms. — Sigurður Kr. Pétursson spyr: „En hvernig máttu fornmenn rita svo vel sem raun ber vitni?“ Svar hans er (í aðalat- riðum) þetta: „Annað hvort hafa þeir ver- ið gæddir næmari málfarskénnd en menn AKRANESI 1 83

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.