Akranes - 01.07.1952, Page 25

Akranes - 01.07.1952, Page 25
ust þegar til að taka eitt barna þeirra til fósturs. Þetta gerði Sigurður þegar, og fór Sigurður og kona hans nokkru seinna með yngsta barn þeirra 2—3. ára í fóstur að Kolviðarhóli. Var Sigurði mest í minni, með hve mikilli alúð og hlýju þau tóku á móti þessari ungu stúlku, Mörtu Jóns- dóttur. Þar ólst hún síðan upp sem eitt þeirra barna. Hún er nú gift kona á Ak- ureyri. Árið 1906 kaupir Guðni stórbýlið Leirá í Leirársveit og flytur þangað. Þar býr hann í 9 ár til 1915. Ekki gerði Guðni þar verulegar umbætur. Þó lagaði hann eitt- hvað hið gamla íbúðarhús og byggði fjós fyrir 16-—20 nautgripi. Þess má heldur ekki láta ógetið, að Guðni lét byggja Leirárkirkju 1914, hið myndarlegasta hús, sem enn stendur, og hefur nýlega fengið gagngera aðgerð, þar sem einnig var byggð framan við hana for-kirkja. Kirkjan var byggð eftir teikn- ingu Rögnvaldar heit. Ólafssonar, en af Ólafi smið Þorsteinssyni í Halldórshúsi. Bæði munu þau hjón hafa verið allvel greind. Sérstaklega mun Margrét hafa lesið það, sem hún gat komizt yfir, eink- anlega um andleg efni. Voru þau bæði trúrækin og héldu þeim gamla góða sið að lesa húslestra meðan bæði lifðu. Guðni var vel búhagur og gerði sjálfur við allt, sem viðgerðar þurfti við, hvort sem var úr tré eða járni. Þessi voru böm þeirra hjóna: 1. Kristin, sem giftist Jóhanni Ólafssyni brúarsmið, ættuðum úr Ámes- og Rangárvallasýsliun. Þrjú af þeirra bömum eru nú hér: Guðni, kvæntur Rósu Björnsdóttur frá Ósi. María og Guðmunda, báðar ógiftar. 2. Jóhann B.Guðnason, byggingarfulltrúi, sem hér verður nánar frá sagt. 3- Jón, smiður, sem vinnur hjá Agli Vil- hjálmssyni í Reykjavík. Kona hans er Elín Gisladóttir, ættuð úr Reykjavik. Þau eiga einn son, Gísla að nafni, er les byggingarverkfræði við Háskóla Is- lands. Árið 1923 byggði Jóhann sonur þeirra ofan á húsið og býr þar með konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur Ærá Melshúsum, til ársins 1927, er hann reisir húsið á Arnar- stað við Vesturgötu 59. Það selur Jóhann 1930 og byggir húsið Haukaberg við Merk- urteig, er þar til 1936, er hann stækkar og umbætir Bakkakotshúsið enn, og flyt- ur þangað. Þar eru þau svo til 1941, er hann selur Bakkakot, Jóhanni Stefánssyni frá Skipanesi, en byggir sjálfur steinhús, út við þáverandi Suðurgötu, í norðurhorni Bakkakotslóðar. Það hús er talið við Suð- urgötu 100, og þar búa þau enn i dag, en þar mun þeirra síðar verða getið. Margrét Jónsdóttir andaðist 17. janúar 1931, en Guðni Þorbergsson 3. okt. 1935. Foreldrar Jóhanns Stefánssonar, núver- andi eiganda Bakkakots, voru þau Stefán Jónasson, frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarð- arströnd og kona hans Guðríður Jóhanns- dóttir, Torfasonar frá Þyrli. Stefán og Guðríður byrjuðu búskap á Hlíðarfæti, fóru síðan að Kjalardal. Árið 1914 fluttu þau svo að Skipanesi, og keyptu jörðina fljótlega. Þau brutust þar um á hæl og hnakka, og gerðu þar miklar jarða- og húsabætur. Dugnaður beggja og árvekni í starfi var óvenjulegur, enda búnaðist þeim eftir því. Stefáns naut þó o*f skammt við, þvi hann andaðist 1927. Eftir það bjó Guðríður með börnum sínum á Skipanesi ti! 1941 er þau fluttu að Bakkakoti. Bömin vom afburða dugleg sem for- eldrarnir, og umbættu jörðina enn mikið. Börn Stefáns og Guðríðar eru þessi: 1. Jónas, dó er han var 22. ára gamall mjög efnilegur maður, og sárt saknað af foreldrum. 2. Jóhann, skipasmiður, sem nú býr í Bakkakoti. 3. Þorsteinn, smiður og jarðræktarmaður Jaðarsbraut 21 hér í bæ. Kvæntur Valdísi Sigurðardóttur frá Kjalardal. Þeirra böm: Stefán og Sigurður. 4. Guðlaug, gift Nikulási Vestmann, lög- regluþjóni á Keflavíkurflugvelli. Þeirra böm: Guðríðxn- og Alma. 5. Guðmunda, gift Magnúsi Magnússyni, skipasmið frá Söndrnn. Þeirra böm: Magnús, og Guðmimda Magnea. Guðríður andaðist i Bakkakoti 25. marz 1947- 85. Garðbær. Þennan bæ byggir Ámi Sveinsson frá Innsta-Vogi 1885. I manntalinu í desem- ber 1885 er þar þetta fólk: Árni Sveinsson 42. ára, Guðríður Ásbjörnsdóttir kona hans 49 ára og Guðrún Guðmundsdóttir, móðir hennar 84. ára. Árin á undan átti Árni heima í Brekkubæ, þar sem Sigrið- ur systir hans bjó með fyrri manni sín- um Eyjólfi Sigurðssyni. Um Garðbæ stendur svo i virðingabók- inni: „Eitt hús á hálfstöfmn 6 al. br. og 10 al. langt. Skorsteinn í öðmm enda, en eldamaskína litil í ívemhúsinu. Lítill kjall- ari, haganlega innréttaður skúr við inn- ganginn.“ Þau Garðbæjarhjónin áttu engin börn, en ólu upp eitt barn, Jónínu Jónasdóttur. Hún er f. í Reykjavík 4. ágúst 1887, en kom að Garðbæ aðeins 5 ára gömul. For- eldrar hennar voru: Jónas Ölafsson, ætt- aður úr Árnessýslu, albróðir Samúels Ól- afssonar söðlasmiðs í Reykjavik. En móðir Jóninu, var hálfsystir Guðríðar konu Áma. Guðriður í Garðbæ var alsystir Magnúsar á Beitistöðum, föður Sveins Magnússonar á Setbergi og þeirra systkina. Jónas, faðir Jónínu, flytur að Garðbæ 1895. Jónína var aðeins 4 ára, er hún missti móður sína, en 12 ára, er hún missti föð- ur sinn, er drukknaði með Teiti í Bakka- gerði hér í Teigavörinni. Guðríður í Garðbæ var lengi vinnukona hjá Hallgrími hreppstjóra og Margréti í Guðrúnarkoti. Hún var bráðgreind, vel hagmælt, og vel vinnandi á ull, eins og það var kallað. Hún andaðist í ágúst 1915. Árni var lagtækur, heldur heilsulinur, stundaði þó sjó, og fékkst lengi við að sauma skinnklæði. Árni var alla tíð bind- indismaður. Jónína, uppeldisdóttir Áma, trúlofaðist 18 ára gömul, Sigurbimi Jónssyni, bróður Guðjóns Bachmanns, verkstjóra i Borgar- nesi. Llann var þá vinnumaður hjá Ní- elsi í Lambhúsum. Sigurbjörn var einn þeirra mörgu, sem létu lífið, er Ingvar fórst á Viðeyjarsundi 1906. Árið igo8 giiftist Jónína, Jóni Finnssyni, frá Mársstöðum. Þau áttu saman eina dótt- ur, Sigurbjörgu, en misstu hana á 4. ári. Árið 1917 giftist Jónina öðm sinni, Þór- arni Ólafssyni frá Einifelli í Stafholtstung- mn, bróðm: Ólafs i Deild og þeirra syskina. Þau bjuggu allan sinn búskap i Borgar- nesi, þar sem Þórarinn var trésmiður. Hann var ágætur trésmiður og verkmaður yfirleitt, hugsandi maður og velviljaður öllxun góðum málefnum, var hann t. d. um langt skeið einn af áhugasömustu templurum í Borgamesi. Þórarinn er dá- inn fyrir nokkrum árum. Böm Þórarins og Jónínu eru þessi: 1. Guðríður Árný, gift Klemenz Þor- leifssyni kennara, ættuðum úr Svarf- aðardal. Þeirra böm: Þórunn og Þór- arinn. 2. Tyrfingur, kvæntur Lám Þórðardótt- ur frá Högnastöðum, er húsasmiður, þau búsett í Reykjavík og eiga þessi böm: Þórð og Þórarinn. 3. Sigurbjörn skósmiður, búsettur í Reykjavik, kvæntur Jónu Friðbjörgu Pétursdóttur, ættaðri úr Svanfaðardal. Þau eiga einn son, Árna Jóhann Þór. Jónína, ekkja Þórarins á nú heima í Reykjavík. Ámi Sveinsson bjó í Garðbæ til árs- ins 1921, og hafði þá um nokkur ár verið ráðskona hjá honum Guðriður Jónsdóttir, móðir Gísla á Jörfa og þeirra systkina. En það sama ár, selur hann Jóni Bjarna- syni Garðbæ, og er þar í skjóli Jóns, þar til hann andast 28. júli 1924, fæddur á Ósi 14. ágúst 1844. Jón Bjamason sá, sem siðan hefur bú- ið í Garðbæ, er fæddur á Björgmn á Skagaströnd 20/11—1892. For.: Guðrún Eiríksdóttir og Bjami Guðlaugsson, og ólst. upp hjá þeim til 9 ára aldurs. Jón var 12. bam af 13, er foreldi'ar hans áttu, en auk þessa mikla bamahóps, ólu þau Framhald á 105 sífiu. AKRANES 97

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.