Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 9
TÍ M/VRIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 3.-6. hefti 19 6 6 51. árg. BURFELLS VIRKJUN 1918 Eftir G. Sætersmoen verkfræðing. Frásögn Steingríms Jónssonar, fyrrum rafmagnsstjóra. Snemma á heimstyrjaldarárunum fyrri var Fossafélagið Títan h.f., stofnað í Osló. Hvata- menn voru ýmsir eigendur vatnsréttinda í Þjórsá, er sendu Einar Benediktsson skáld þangað, sem umboðsmann sinn til að gangast fyrir stofn- un félagsins, en það var auðsótt mál í Noregi, því spákaupmennska um vatnsafl þar í landi var þá í algleymingi og í meira mæli en nokkurn tíma varð hér um þær mundir. Undirbúningsathuganir. Þegar félagið hafði verið stofnað, réði það til sín einn kunnasta vatnsvirkjafræðing Noregs á þeim tíma, G. Sæt- ersmoen, byggingaverkfræðing. Hann dvaldi hér á landi í 3 sumur, 1915—1917, ferðaðist meðfram Þjórsá endilangri og hliðarám frá ósum til upp- taka og sá um hallamælingar, landmælingar og vatnsrennslismælingar með aðstoð íslenzkra verkfræðinga. Hann taldi sig hafa haft mikið hagræði af ágætum Islandskortum í mælikvarða 1:50.000, sem voru til og náðu frá suðurströnd- inni alla leið upp fyrir Búrfell. Skýrsla Sætersmoens hefst með almennum upplýsingum um ísland, legu þess, landslag, jarð- fræði, veðurfar, helztu fallvötn, atvinnuhætti og samgöngur. Þá kemur aðalkaflinn í 10 þáttum, er hefst með lýsingu á Þjórsá og aðrennsli í hana. Hann skiptir Þjórsá í tvennt, Efri-Þjórsá, sem er um 100 km á lengd frá upptökum niður að mótum hennar og Tungnaár um 90 km frá sjó, og Neðri-Þjórsá þaðan til sjávar. Þá er Tungnaá frá upptökum í Vatnajökli um 100 km á lengd með mörgum stöðuvötnum, Fiskivötnin. í Tungnaá rennur Kaldakvísl einnig úr Vatna- jökli og fær einnig aðrennsli úr stóru stöðu- vatni, Þórissjó. Vötnin telur hann liggja í 600 m h. y. s., samkvæmt loftvogarmælingum hans, en ármótin við Tungnaá og Þjórsá í 310 m y. s. TJrkomusvæðið mældist honum 8500 km2. Af því eru 7500 km2 fyrir ofan nefnd ármót. Hefir Þjórsá af því 2900 km2, en Tungnaá 4600 km2. Nothæft fall í Neðri-Þjórsá, sem Sætersmoen tekur til meðferðar, er frá Klofaey í 236 m h. y. s. og 85 km frá sjó niður fyrir Urriðafoss, sem er 20 km frá sjó mælt eftir ánni. Stærstu fossar á þeirri leið eru Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Haga- eyjarfoss, Búðafoss, Hestfoss og Urriðafoss. Auk þess er Hrauneyjarfoss í Tungnaá með nýt- anlegri fallhæð 96 m. Vatnshœðarmœlingar á gömlu merki, er Sætersmoen kallar svo, við Þjórsárholt, fengust fyrsta sumarið 1915 óslitið frá 14. júlí til 11. des., en eftir það var kominn ís við merkið er rask- aði réttri vatnshæð. Stóð svo fram til aprílloka 1916, en þá fengust hæðarmælingar samfleytt frá 1. maí til 30. nóv. Nýtt merki var sett við Þjórsárholt til vatnsborðsmælinga frá 1. okt. 1916 óslitið til 16. des. og síðast óslitið frá 13. jan. 1917 til loka ágústmánaðar sama árs. Á öðru vatnshæðarmerki við Haga eru mæl- ingar frá 9. ágúst 1915 til nóvemberloka, nema dagana 7.—9. nóv., er truflun varð af ísi og síðan aftur allan desember og 4 fyrstu mánuði 1916. Þá fást mælingar frá 1. maí óslitið til nóvemberloka. Síðan eru engar mælingar næstu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.