Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 10
34 TlMARIT VFl 1966 5 mánuði. En 1. maí 1917 byrja þær aftur og eru samfleytt til ágústmánaðarloka, sem skýrsla Sætersmoens nær til. IJt frá þessum hæðarmælingum fær Sæters- moen fram meðalvatnsborðshæð hvers mánaðar, sem mælingarnar ná til. Nær hann þannig með- alhæð um 10 mánuði við Þjórsárholt, en 8 mán- uði við Haga. Hefir hann náð þessum meðaltöl- um sumum um 3 ár, öðrum um 2 ár, en öðrum aðeins 1 ár, en engar eru um janúar eða desember. Við Haga hefir heldur ekki náðzt í meðaltal í febrúar, marz og apríl. Vatnsrennslismælingar með spaðamæli voru gerðar þrjár við Þjórsárholt, þar af ein árið 1915, en tvær 1917. Ein rennslismæling var gerð við Haga sumarið 1916 og í Tungnaá sama sumar. Auk þess styðst Sætersmoen við vatnsrennslis- mælingu, er Jón Þorláksson, fyrrum landsverk- fræðingur, gerði með því að mæla yfirborðs- hraðann með flám. Mældist Jóni rennslið 250 m3/sek og taldi Sætersmoen það koma vel heim við mælingar sínar. Með þessum rennslismælingum við Þjórsár- holt tókst Sætersmoen að búa til rennslislykil frá rúmlega meðalrennsli niður í lágrennsli, er hann taldi kalla mætti 250/m3sek. Hann náði aldrei að mæla lægra rennsli. Mælingin í Tungnaá bendir til þess, að þá (28. ágúst 1916) hafi aðeins þriðji hluti rennslisins við Þjórsárholt komið frá Tungnaá, en eftir skipt- ingu úrkomusvæðisins hefði Tungnaá átt að flytja nær 60%. Mesta flóðarennsli gizkar hann á að sé 2000 m3/sek og getur þess, að flóðin standi venjulega stuttan tíma. Sætersmoen ber þessar ár saman við norskar ár og telur rennsli íslenzku ánna óvenjulega jafnt allt árið. Rekur hann ástæðuna til veður- farsins, tiltölulega mildra vetra og auk þess áhrifa jöklanna, sem séu í rauninni stórkostlegir vatnsgeymar. Sætersmoen athugaði og vatnsmiðlunarskil- yrðin í því skyni að geta aukið minnsta rennsli ánna, þ. e. Tungnaár og Neðri-Þjórsár. Það eru stöðuvötnin á vatnasvæði Kaldakvíslar og Tugnaár, Þórissjór annars vegar og Fiskivötn hinsvegar, sem geta orðið uppistöður til vatns- miðlunar. Af Fiskivötnum telur hann upp „Stóra- sjó, Grænavatn, Snjóölduvatn, Nýjavatn, Skála- vatn, Tjaldvatn, Langavatn o. m. fl.“ Hann skýrir frá því, að hann hafi ekki getað gert ná- kvæmar mælingar um uppistöðurnar, en gizkar á að þær muni rúma um 500 millj m3. Út frá þeim forsendum telur hann, að þegar miðlunar- virkin hafi verið gerð, megi nýta í Neðri-Þjórsá í venjulegu ári 300 m3/sek um 5 lágrennslis- mánuði og 480 m3/sek í 7 mánuði og samsvar- mánuðina. Við Búrfell megi fá 285 m/3sek í 5 mánuði og 480 m3/sek í 7 mánuði og samsvar- andi í Tungnaá 120 og 150 m3/sek. Hann gizkar á að kostnaðurinn við miðlunar- virkin muni ekki ná 2 millj. kr., sem sé mjög lítið hlutfallslega, jafnvel við fyrirhugað fyrsta virkjunarstig. Þá kemur þáttur um vatnsaflið í Neðri-Þjórsá milli Urriðafoss og Klofaeyjar ofan við Búrfell. Hugsar hann sér að 5 aflstöðvar verði byggðar, þannig að nýtt sé 190 m fall af 246 m og auk þess sé gerð virkjun í Tungnaá, á neðri hluta hennar, er nýti 96 m fallhæð við Hrauneyjarfoss. Virkjanirnar eru þessar: 1. Urriðafoss .... 2. Hestfoss ...... 3. Þjórsárholt ... 4. Skarð ......... 5. Búrfell ....... 6. Hrauneyjarfoss '£t 13 67,5 km 30 m 87,5 — 18 — 94,3 — 18 — 98,5 — 13 — 118,5 — 111 — 145,0 — 96 — Samtals: Hestöfl á hverfilása 'C0 £ ‘CÖ £ lO t- 96.000 160.000 57.000 95.000 57.000 95.000 42.000 70.000 330.000 550.000 115.000 144.000 697.000 i7h4.ooo Þannig mátti fá 697.000 hestöfl eða um 490.000 kw í 5 mánuði og 1.114.000 hestöfl eða 780.000 kw í 7 mánuði. Um notkun þessa afls farast Sætersmoen þannig orð: Nokkur hluti þessa mikla afls mun áreiðanlega verða notaður til vinnslu áburðar- efna til innanlandsþarfa og mun þá landbúnað- urinn taka miklum framförum og nota tilbúinn áburðarefni í stórum stíl, ef þau fást ódýrt, svo sem verða mun frá virkjunum í Þjórsá. Verk- smiðjur, sem reistar verða í þessu skyni, munu væntanlega verða reistar við aflstöðvarnar, þar sem nóg landrými er fyrir þær. J) En aðalhluti vatnsaflsins mun verða notaður til rafefnavinnslu til útflutnings og mun mikill hluti hennar verða einnig tilbúinn áburður. Þessi hluti aflsins þarf að komast til næstu hafna, þar sem góð skilyrði eru fyrir hendi. Næstu hafnir á Suðurlandi, sem notaðar eru af fiskiskipum, eru Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn, en þær eru áhættusamar og það mun kosta stórfé, “) Hér hugsar hann sér sömu aðferð og upphaflega var hjá Norsk Hydro, þar sem köfnunarefnisvinnsla úr loftinu var lögð við Saaheim aflstöðina, sem var langt inni í Þelamörk í Noregi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.