Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 12
TIMARIT VPI 1966
36
Sætersmoen segist ekki hafa getað framkvæmt
jarðlagarannsóknir í farvegi árinnar þar, sem
stíflan á að standa, en klöpp er á bökkum ár-
innar báðirni megin. Má því gera ráð fyrir, að
eigi sé langt í hana í farveginum sjálfum. Stífl-
una þarf að sjálfsögðu að grundvalla á klöpp.
Verður því að hreinsa niður á hana fyrir stífl-
unni allri. Hærri stífluhlutinn (hinn nyrðri)
mun varla verða yfir 5 m á hæð. Stíflan verður *
öll úr steinsteypu, steinlögð ofan og forstreym-
is.
Aðrennslisskurðurinn liggur frá hægri bakka
Þjórsár. Á fyrstu 1000 m og neðstu 500 m er hann
niðurgrafinn, en um miðjuna og á neðri hlutan-
um eru lágir, þannig að þar breikkar vatnsrennsl-
ið og verður allstórt stöðuvatn allt að 500 m á
breidd. Þar sem landið er lægst verður dýpið
um 15 m miðað við vatnsborð hjá Klofaey. Þar
sem skurðurinn er niðurgrafinn er hann 120 m
á breidd í botni. Hæð botnsins efst er 245,0 m
og lengdarhallinn 1:1200. Skurðurinn liggur að
mestu í klöpp, við efri enda hans er komið fyrir
5 hólklokum þversum, svo loka megi skurðinum.
Fjórar þeirra eru 30 m að lengd, en ein 8 m, til
fínstillingar. Hólkarnir eru 3 m í þvermál og
milli þeirra eru stöplar með vindum.
Frá árstíflunni við Klofaey og í áttina til Búr-
inu við inntak (hæð 243 m) og í frárennslisskurði
(132 m), við venjuleg rekstrarskilyrði. Á upp-
dráttum er með fylgja, 7 talsins, 21—28, má
sjá alla tilhögun í stórum dráttum. ’)
Árstíflan við Klofaey er byggð yfir báða ála.
Auk þess er inntaksstíflan frá hægri bakka, sem
veitir vatninu um 5,8 km langan aðrennslisskurð
með litlum halla til stöðvarinntaks og þaðan í
þrýstivatnsæðar til vatnshverflanna og undan
þeim út í frárennslisskurð út í Fossá, en hún
rennur í Þjórsá. Virki og vélar eru gerð fyrir
480 m3/sek rennsli við fullraun.
Árstíflan við Klofey verður í tveim hlutum.
Norðurhlutinn er 280 m langur, en suðurhlut-
inn 200 m. Suðurhlutinn liggur um 300 m ofar en
norðurhlutinn. Vatnsborðið við norðurhlutann er
við lágrennsli í 245,0 m hæð, en við suðurhlutann
í 246,5 m hæð. Báðir hlutar eru fastar yfirrennsl-
isstíflur með stíflukrónu í 247,5 m hæð. Við
mesta flóð mun vatnsborðið hækka ofan við stífl-
una upp í 248,5 m hæð, þegar skurðurinn er opinn.
Þá rennur 1000 m3 á sek. yfir stíflurnar, 500 m3
á sek. um yfirfall, sem er á skurðbakkanum og
500 m3 á sek. gegnum hleragáttir við neðri enda
skurðarins.
:) Hér eru aðeins sýndir nokkrir hlutar þeirra, í
myndum, er með fylgja.
1. mynd. Árstifla og élrinntak.