Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Side 24
48
TlMARIT VFI 1966
an jarðvegsskiptin fara fram. Þetta er sams
konar leir og notaður er við jarðboranir til varn-
ar því að holur falli saman.
Við vestri bakka Þjórsár og þvert á stífluna
liggja inntök veitumannvirkjanna. Mynd 4 er
yfirlitsmynd sem sýnir í aðalatriðmn hvernig
fyrirkomulag mannvirkjanna er. Mynd 5 er þver-
skurður af inntaki veitumannvirkja. Eins og
sést á mynd 5 þá eru inntökin á þremur hæðum.
Efst er ísrenna eða inntak fyrir ís. I miðjunni er
inntakið fyrir vatn til aflstöðvarinnar, en neðsta
inntakið er fyrir botnaur.
Vatninu er veitt inn í veituskurðinn, en ís og
botnaur ásamt skolvatni fara í svokallaðan
Bjarnalækjarskurð. Þessi 6 m breiði skurður
liggur frá inntaksmannvirkjunum í Bjarnalæk,
en vatnsborð Bjarnalækjar er þarna um 20 m
neðan við vatnsborð Þjórsár. Töluverður halli er
á skurðinum og rennslið því hratt og vel fallið
til að skola fram bæði ís og aur. Bjarnalækur er
einnig með góðum halla og getur því tekið við
og fleytt bæði ísnum og aurnum áfram niður í
Þjórsá, en hann rennur í Þjórsá um 3 km neðan
við Tröllkonuhlaup.
Inntök veitumannvirkjanna eru í aðalatriðum
sem hér segir: Veggur skilur yfirborðsvatn
Þjórsár frá veituskurðinmn og kemur í veg fyrir
að jakar, ískrapi og annað, sem flýtur á yfir-
borðinu, komist inn í hann. Framan við vegginn
er renna með 70 m löngu yfirfalli til að taka við
ís og skolvatni. Rennan liggur samsíða veggn-
um og opnast inn í Bjarnalækjarskurð um 14 m
lokur. Rennan stendur á súlum. Framan á henni
er svunta niður á 5,4 m dýpi, en þar fyrir neðan
er inntaksop fyrir vatnið 5 m djúpt og 80 m
langt og óhindrað af öðru en súlunum. Svunt-
an gegnir því hlutverki að koma í veg fyrir að
ís, sem hefur hrærzt upp í straumköstum og flýt-
ur því neðan við yfirborð fari inn um vatnsinn-
takið. Undir vatnsinntakinu eru inntök fyrir
þrjár aurrásir, sem gegna því hlutverki að leiða
botnaurinn inn í Bjarnalækjarskurð. Auk þess
er hægt að nota aurrásirnar til að hleypa 100
m3/sek rennsli, þ. e. a. s. álíka miklu vatns-
magni og er í Sogi, í Bjarnalækjarskurð og
brjóta þannig upp og skola út ís, sem gæti ann-
ars safnazt í skurðinn og lokað honum.
Botn aurrásanna er á 13 m dýpi. Til þess að
slíkt dýpi fáist, er gert ráð fyrir að gera skál
í árbotninn. Þessi dýpkun byrjar um 80 km frá
inntökunum og smáeykst niður að aurrásunum.
Hún tryggir hægan og iðulítinn strainn að öllum
inntökunum.
Um 100 m framan við inntökin er hlaðinn
grjótgarður samsíða þeim og þvert á stífluna.
Þessi garður hefur því hlutverki að gegna að
stýra straumnum sem næst samsíða ísrennunni.
Ef straumurinn stefnir að einhverju leyti þvert á
hann, fer ís að safnast þar fyrir. Á stíflunni
milli grjótgarðsins og ísrennunnar eru 80 m
löng yfirföll með lokum. Um þessi yfirföll má
veita ísnum engu síður en inn í ísrennuna. Þann-
ig eru tveir óháðir möguleikar til að koma ísnum
5. mynd. Þverskurður í veituinntak.