Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 25
TlMARIT VFl 1966
49
yfir stíflu, þ. e. a. s. aðalyfirföllin og rennan.
Neðan við aðalyfirföllin er grafinn skurður í
botn Þjórsár tengdur Bjarnalækjarskurði með
loku. Ef lokan er opin, fer allur ís og skolvatn,
sem fleytt er yfir aðalyfirföllin, inn í Bjarna-
lækjarskurð, annars fer ísinn og skolvatnið
beint niður Þjórsá.
Um tvær leiðir er því að velja til að koma ísn-
um frá sér eftir að hann er kominn yfir stíflu,
þ. e. a. s. Bjarnalækjarskurður og áin. Inntökin
og lokurnar eru hituð til að koma í veg fyrir
að grunnstingull setjist á þau. Brú er gerð á
ísvarnarvegginn og yfirföllin og verður því hægt
að aka umhverfis allt þetta svæði og alla leið út
á enda á grjótgarðinum. Þarna verður komið
fyrir Ijósum til að auðvelda gæzlustarfið. Á
stólpanum milli ísrennunnar og aðalyfirfall-
anna verður 10 m hár turn með húsi fyrir gæzlu-
menn.
Frá inntökunum er vatninu veitt um veitu-
skurðinn í Bjarnalón, en ís, aur og skolvatni
annaðhvort í Bjarnalækjarskurð og þaðan £
Bjarnalæk eða beint í farveg Þjórsár. 100 m3/
sek útskolun er frá Bjarnalóni niður í Bjarnalæk.
til viðbótar þeirri 100 m3/sek útskolun um aur-
rásirnar, sem áður var nefnd. 1 veituskurðinum
er stífla með stjórnlokum þannig, að hægt verð-
ur að stjórna innrennslinu frá Þjórsá inn í
Bjarnalón með þessum lokum óháð því hve mik-
ið vatn er notað til orkuframleiðslu á hverjum
tíma. Þannig er hægt að nota Búrfellsstöðina
sem toppstöð þá daga sem rennslið í Þjórsá er
óvenju lágt eða ísskriðið mikið. Bjarnalón verð-
ur rúmlega 1 km2 á stærð og vatnsinnihaldið 6,5
milljón teningsmetrar við venjulega vatnsstöðu
þ. e. a. s. 244,5 m. y. s.
Um Bjarnalón rennur vatnið í djúpum skurði
að inntaki jarðganganna. Strarunur í veitu-
6. mynd. Ljósmynd úr jarðgöngum Búrfellsvirkjunar.