Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 27
TlMARIT VFl 1966 51 Afl og orka Búrfellsvirkjun er rennslisvirkjun, og er afl og orkuvinnsla hennar háð nýtanlegri fallhæð og vatnsmagni því, sem fyrir hendi er hverju sinni. Fallhæð breytist yfirleitt ekki meir en 2%. Meðalrennsli í Þjórsá við Búrfell hefur verið áætlað 338 m3/sek. Þetta er miklu meira vatns- magn en það, sem 6 hverflar þarfnast, við mesta álag, þ. e. a. s. 225 m3/sek. Rennslið er ekki háð miklum breytingum miðað við flestar þær ár, sem virkjaðar hafa verið víða um heim, en þó það miklum sveiflum háð, að á vissum tímum er ekki nægilegt vatnsrennsli til þess að allar vélasamstæður gangi með fullu álagi. Við slíkar aðstæður verður nauðsynlegt að reka Búrfells- stöðina sem toppstöð, og láta aðrar stöðvar í kerfinu framleiða grunnorkuna, eða grípa til varastöðva. Áætlað er að afl og örugg ársorka frá Búr- fellsvirkjun verði við Geitháls, í meðalári sem hér segir. Er þá meðtalið það afl, sem reikna má með að vélar geti afkastað stöðugt umfram málraun. Fjöldi véla Afl Örugg ársorka MW GWh/ári 3 111 900 4 148 1190 5 183 1480 6 220 1720 Virkjun Þjórsár við Búrfell, verður hagað þannig, að hún haldist í hendur við almenna orkuþörf og álbræðslu. í fyrsta áfanga er ráðgert að setja upp 3 vélasamstæður, hverja með 35 MW afl, eða samtals 105 MW. Orku- vinnsla hefst, þegar gengið hefur verið frá fyrstu vélasamstæðu í lok ársins 1968. Áæltað er, að fyrstu þrjár vélasamstæðurnar verði komnar í gang í júní 1969 eða um svipað leyti og ál- bræðslan þarf á fullu afli að halda fyrir fyrri kerjaröðina (60 MW). 35 MW vélasamstæðu verður bætt við í öðrum áfanga fyrir mitt ár 1972, en þá er ráðgert að fyrri helmingur síð- ari kerjaraðar álbræðslunnar taki til starfa og þarf hann 30 MW. 35 MW vélasamstæða til við- bótar verður sett upp í þriðja áfanga 1973 til þess að mæta álagsaukningu almenningsnotkunar á Suðvesturlandi. Síðasta 35 MW vélasamstæðan verður svo sett upp áður en seinni helmingur síðari kerjaraðar álbræðslunnar með 30 MW afl- þörf tekur til starfa. Mestur hluti Búrfellsvirkjunar verður byggð- ur nægilega stór fyrir 6 vélasamstæður í 1. áfanga. Stöðvarhúsi, uppsetningu véla, búnaðar og tækja, verður einnig fulllokið, að þrem véla- samstæðum undanskildum, en þeim verður bætt við einni á hverju virkjunarstigi. Miðlun úr Þórisvatni er fyrirhuguð í 2.—3. áfanga. Há- spennulínum ásamt háspennuvirkjum verður komið upp þegar í 1. áfanga, en aukningar há- spennuvirkjanna verða framkvæmdar innan hvers stigs í samræmi við álag og orkuvinnslu. 8. mynd. Þverskurður í stöðvarhús.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.