Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 36
60 TlMARIT VPl 1966 kallast þetta berg skriðuberg. Skriðubergið kem- ur fram í hlíðinni nokkru vestan við Sámsstaða- klif, en gróft völuberg er í vesturhlið Sáms- staðamúla skammt norðan stöðvarhúss. Ofan á sandinn í Sámsstaðamúlamynduninni hafa svo runnið hraun, sem að lokum fylltu dalinn. Flest þessara hrauna virðast þunn með stuðlað botn- lag en kubbabergsstuðlun ofar. Lagamót eru oft mjög óljós og því vafasamt, hvað eigi að telja til hvers hrauns og er því líklegt, að gosstað- urinn hafi verið nálægt og gosin einskonar dyngjugos, smáhraunstraumar með stuttu milli- bili. Er því lítið um þykka þétta kjama í hraun- unum en oft er töluvert setfyllt holrúm í þeim. Vatn hefur runnið eftir dalnum meðan á þessum gosum stóð, og því eru sumstaðar völubergs- lisnur á milli hrauna og einnig breksíukennd lög mynduð fyrir áhrif vatns. Sumsstaðar er skriðu- berg inn á milli hrauna, því skriðan hélt stöð- ugt áfram að myndast. Myndun þessi virðist þykkna til vesturs og er því eðlilegt að álíta, að hraunin hafi runnið úr þeirri átt. Aðrennslis- göng virkjunarinnar munu að mestu liggja í þessum blágrýtislögum, en þau koma fram ofar- lega í Sámsstaðamúlanum bæði að sunnan og vestan. Efstu lögin í múlanum hafa nokkuð annað út- lit og einnig aðra segulstefnu. Á milli þeirra og neðri laga er að jafnaði einnig völubergslag. Sennilega er hér um 3 hraunlög að ræða, og eru tvö þau efstu útbreiddustu blágrýtislögin sem þekkt eru á Búrfellssvæðinu, því þau má rekja undir Búrfelli öllu sem tvö samhliða hamra- belti. Neðra lagið er ákaflega þykkt á kafla, um 70-80 m, og fyllir þar djúpt daldrag, sem verið hefur undir Skálafelli, sem er norðurendi Búrfells. IJr hinu neðsta þessara laga verður mulið allt steypuefni fyrir byggingaframkvæmd- irnar við Búrfell. 3.Jf Búrfells bólstraberg og innskotslag í Sámsstaðamúla. Næsta stig í þróun Búrfellssvæðisins er, að þykkur jökull leggst yfir allt svæðið. Verður þá gos mikið undir jöklinum og hleðst upp bólstra- bergs- og móbergskúfur sem er á Búrfelli. Þessi kúfur er 300 metra þykkur enn í dag þar sem hann er þykkastur, og hefur hann þó áreiðan- lega þynnzt mikið við gröft síðan hann mynd- aðist. Þetta hefur verið sprungugos og hefur Búrfell því á þeim tíma flokkazt undir hryggi. Undir Sámsstaðamúla, á milli setlaganna og yf- irliggjandi blágrýtislaga er mjög þykkt innskots- lag úr basalti sömu samsetningar og bólstra- bergið í Búrfelli. Þetta innskot var 80 m þykkt í þeirri holu, sem fór í gegnum það þykkast, en það nær út í vesturhlið múlans og er þar mjög þykkt og áberandi basaltlag. Hvernig svona þykkt basaltlag gat skotizt inn á svona litlu dýpi var mér og fleirum nokkur ráðgáta í fyrstu, en þegar haft er í huga, að ísöld er gengin í garð þegar þetta verður og jökulfarg getur samsvar- að mörg hundruð metra þykkum jarðlögum verður þetta skiljanlegt. Er því líklegt að inn- skotið í Sámsstaðamúla sé myndað í sama gosi og móbergs- og bólstrabergskúfurinn á Búrfelli. Hér er ekki rúm til að rekja öll þau rök, sem hníga að því, en um það hefur verið fjallað í sérstakri skýrslu, “The layer SM„”, útgefinni af Raforkumálastjóra 1963. Þetta blágrýtislag, sem nefnt var SMa var það berg, sem neðanjarðar- stöðvarhús hefði staðið í hefði sá kostur verið valinn. 3.5 Sámsstaðaklifsblágrýtismyndun. Á eftir þessu jökulskeiði grefst dalur eða gljúfur meðfram núverandi Sámsstaðaklifi. Hef- ur það verið um 100 m djúpt og nálægt y2 km að breidd að ofan. Sjálfsagt hefur þetta verið farvegur meiriháttar ár, og stefnt nálægt því norður-suður. Þessi dalur fylltist síðar af hraun- um. Er það mjög þétt og dökkt basalt, sem alltaf er stuðlað í kubbaberg. Á milli hraunlaganna er móbergsbreksía, sem bendir til mjög snöggrar kólnunar. Þessi hraun munu runnin úr norðri og hafa runnið eftir árfarvegi og hefur það valdið hinni snöggu kólnun að nokkru, sem orsakaði bæði breksíumyndun og kubbabergsstuðlun. Einn- ig virðist breksían vera mynduð við það, að hraun- ið steypist ofan bratta hlíð og hefur hraðkólnað þannig. Lega sumra breksíulaganna bendir til þess, svo og, að neðst í breksíunni má finna andesitsteina, sem auðsjáanlega eru ættaðir úr undirlaginu og hefur hraunstraumurinn grafið laust yfirborð andesitsins og hrært því saman við eigin massa. Hraunin sem mynda Sámsstaða- klifsbasaltið voru mörg, en engin millilög verða þó greind milli hinna ýmsu laga heldur eingöngu móbergsbreksía. Hefur þetta því verið næsta sam- fellt gos, sem ekki einungis fyllti dalinn við Sáms- staðaklif heldur runnu hraunin töluvert út fyrir barma hans. 3.6 Grágrýtismyndun t Skeljafellssporði. Yngsta bergið í fjöllunum vestan Þjórsár er grágrýtið í Skeljafellssporði. Það virðist vera fáein lög af hreinu grágrýti. Eldstöðin, sem grá- grýtið er ættað frá, er óþekkt. Halli grágrýtis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.