Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 37
TlMARIT VPl 1966
61
laganna er mjög lítill og hallar þeim minnst allra.
laga í berggrunni Búrfellssvæðisins. Grágrýti
myndaðist í stórum stíl á síðasta hlýviðrisskeiði
ísaldar og getur því verið, að grágrýtið við Búr-
fell sé frá þeim tíma. Mun þá eldstöðvarinnar
að leita í austri, sennilega er hún nú hulin af
yngri myndunum, móbergi og hraunum.
3.7 Líparít.
Aldur líparítsins er sennilega breytilegur allt
frá tímum eldri Búrfellsmyndunar og fram undir
myndunartíma grágrýtisins. Líparítið er svo að
segja allt myndað við innskot. Einungis líparítið
í Sámsstaðaklifi er greinilega hraun.
3.8 Móberg austan Rangár.
Móbergið austan Rangár er myndað á siðustu
ísöld við gos undir jökli. Hafa þá myndazt mó-
bergsfjöllin austan Þjórsár, aðallega við sprungu-
gos. Mynduðust við það langir samsíða hryggir
yfir gosstöðvunum. Yngstu gosin eru frá tíman-
um rétt áður en jökla leysti af svæðinu. Gosin
á Heklusvæðinu eftir ísöld eru í beinu áfram-
haldi þeirra.
4. Landmótun og jarðsagan frá ísaldarlokum.
If.l Landmótun.
Landmótun á sér stað á tvo vegu, með upp-
byggingu landslagsforma við eldvirkni og aðra
innri krafta, og niðurrif við gröft vatns, jökla og
annarra ytri krafta. Eins og jarðsaga berg-
grunnsins ber með sér, hefur barátta hinna
tveggja krafta við Búrfell staðið um langan ald-
ur, og ekkert skeið verið sérstaklega uppbygg-
ingarskeið og annað niðurrifsskeið. Þó virðist
sem eldvirka beltið hafi færzt til frá því að vera
vestan við Búrfellssvæðið á tíma eldri Búrfells-
myndunar og Sámsstaðamúlamyndunar; á svæð-
inu á tímum Bólstrabergsmyndunarinnar og
Sámsstaðaklifsbasaltsins; og austan við það á
tímum grágrýtismyndunarinnar og móbergs-
myndunarinnar og enn lengra til austurs á nú-
tíma. Eldvirka beltið hefur því verið á nokkuð
stöðugri leið austur á bóginn. Dalir hafa grafizt í
bergið jafnóðum og uppbyggingin átti sér stað,
og þá haft tilhneigingu til að fyllast fljótt aft-
ur. Fylgja dalirnir í fyrstu lægðum milli hinna
uppbyggðu forma eldvirkninnar, en síðar má
ætla, að síendurtekin jöklun svæðisins á ísöld
hafi megnað að grafa dali í veikasta bergið, þótt
þar hafi verið hæðir áður. Svo mun vera á svæð-
inu vestan Búrfells þar sem eldvirknin hætti
fyrst. Er Fossárdalur grafinn í lint berg, senni-
lega vegna ummyndana og höggunar í hinu foma
eldfjalli, sem þar stóð. Fjöllin viö Búrfell eru að
nokkru leifar stærra hálendis, sem grafizt hefur
í burt vestan þeirra, en Búrfell sjálft er uppbygg-
ingarform, sem sjálfsagt hefur verið hæst fjalla
þar um slóðir í lengri tíma eftir að móbergs-
kúfurinn á því myndaðist. Fjallaröðin norður af
Búrfelli er á tveim stöðum nærri sundurskorin
og má vel sjá á jarðfræðikortinu, að á báðum
þeim stöðum er bergið óvenju þétt sprungið, og
að lægðirnar eru grafnar út í sprungustefnur.
Á undan síðasta jökultíma er líklegt, að önn-
ur aðalá Suðurlands hafi komið af hálendinu í
nágrenni við Búrfell eins og enn í dag. Hefst
þá gröftur dalsins austan Búrfells, sem mjög
hefur verið truflaður af hraunstraumum og til-
fluttur af gosum undir jökli. Er líklegt, að grá-
grýtishraunstraumar hafi fylgt þessum dal og
hindrað mjög dýpkun hans og jafnvel veitt ánni
vestur á bóginn í gegnum Rauðárskarðið. Til
þess bendir lega grágrýtisins á Skeljafellssporði.
Á síðasta jökultima grafast mjög báðir dalir
austan og vestan Búrfells, en einnig myndast ný
austurhlið dalsins austan Búrfells við uppbygg-
ingu móbergshryggja í gosum undir jökli. Dal-
urinn vestan Búrfells hefur minna aðrennslis-
svæði en er þó dýpri og breiðari, fyrst og fremst
vegna þess að eldvirkni er þar lokið. Dalurinn
austan Búrfells hefur haft miklu meiri vatns-
og jökulsvörfun, enda í aðalstraumnum niður
frá hálendinu og hefur því grafizt djúpt niður
á stuttum tíma. Við lok síðasta jökultíma voru
því djúpir dalir beggja vegna Búrfells.
Jf.2 Myndanir frá lokum jökultíma.
Landið seig mjög af jökulfargi á jökultíma og
fylgdi því hafið eftir er jökull bráðnaði af lág-
lendi. Hæstu sjávarmörk eru niður i Hreppum,
i Skarðsfjalli, og eru þau þar nálægt 120 m yfir
núverandi sjávarmáli. Þegar sjór stóð svo hátt,
mun jökull enn hafa hulið Búrfellssvæðið, en sjór
mun hafa staðið nokkuð lengi í um 90-100 m
hæð við Skarðsf jall og á þeim tíma verður Búr-
fellssvæðið örísa. Mun þá ströndin hafa verið
nálægt Skarðsfjalli á Landi og i hafið féllu jök-
ulár með mikinn framburð. Byggðu þær þá upp
sanda mikla, sem hafa teygt sig langt upp eftir
Þjórsárdal og einnig eitthvað upp dalinn milli
Búrfells og Heklufjalla. Við Sámsstaðamúla er
hæð þessa sands um 130—140 m yfir sjó og sama
mun hæð hans hafa verið austan Búrfells.
Þegar sjórinn fjaraði hélt Þjórsá áfram að
renna niður Rangárvelli og byggði með framburði
sínum upp hina miklu sanda þar. Þessi sandur
er alls staðar með sömu ummerkjum: dökkur,