Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Side 42
66
TlMARIT VFl 1966
þessa kenningu, því jarðlögunum nallar inn undir
yngri lög að því er bezt verður séð. Hallinn á SM
lögunum í Sámsstaðamúla er þó óeðlilegur og
mun það stafa af innskotslaginu, sem þar er und-
ir. Önnur aðalkenningin um orsakir hallans er
sú, að hann sé tilkominn í tektoniskum bylting-
um eða við hreyfingar þær í jarðskorpunni, sem
orsaka sprungumyndun þá, sem verður lýst hér
á eftir. Þessar kenningar útiloka ekki hvor aðra
svo báðar geta verið réttar.
7.2 Sprungur í landslaginu.
Mjög áberandi sprungur skera Búrfell og
fjölhn þar norður af. Stefna þeirra er svolítið
breytileg en þó má greinilega sjá tvö kerfi og
er um 40° hom á milli þeirra. Er annað kerfið,
sem kalla mætti Þjófagilskerfið, með stefnuna
N 70°A í Þjófagili, en í Skeljafelii vestan til er
stefnan orðin N 55°A. Hitt kerfið, sem kalla
mætti Skeljafellskerfið, er með stefnuna N 30°A
syðst í Búrfelli en N 15°A í Skeljafellssporði og
jafnvel ennþá minna austlægt norður í Stangar-
f jalli. Auk þessa eru margar endasleppar sprung-
ur, sem stefna á milli þessarra höfuðkerfa, en
þó mun nær Skeljafellssprungustefnunni, eða
10° -15° austar en hún er á hverjum stað.
Sprungurnar eru í öllu bergi nema í hraunun-
um, sem hafa runnið eftir ísöld, en þar sjást
þær varla og ekki heldur í móberginu austan
Rangár. Sumar af sprungunum, sem fylgja
Þjófagilsstefnunni eru alveg lóðréttar og mjög
beinar. 1 þeim eru sprungufletir rákaðir lárétt-
um sprungurákum en það sýnir, að hreyfing hef-
ur verið í lárétta stefnu við sprungurnar. Þetta
eru því það sem kallað er víxlgengissprungur.
Skeljafellssprungukerfið er oft með hallandi
sprungum um 10° - 30° frá lóðréttu plani. Þetta
má sjá greinilega á því, hversu bugðóttar marg-
ar þessara sprungna eru þegar þær ganga yfir
stórar mishæðir. Einnig hefur nallinn beinlínis
verið mældur á nokkrum sprunguflötum. Slípaðir
sprungufletir eru hér minna áberandi en í Þjófa-
gilskerfinu.
7.3 Misgengi.
Misgengi er við flestar sprungumar en yfir-
leitt ekki mikið. Þó getur verið, að vesturhlið
Skeljafells sé að verulegu leyti mynduð við sig.
Ef svo er, er þar um 70-80 m misgengi og senni-
lega annað nokkurra tuga metra misgengi svolítið
vestar. Önnur smámisgengi em yfirleitt þannig,
að vesturspildan hefur sigið, venjulega um
nokkra metra.
7Jf Víxlgengi.
Við 3 af sprungunum í Þjófagilssprungukerf-
inu og þær þeirra, sem eru örugglega lóðréttar,
eru allar Skeljafellskerfissprungur kubbaðar af.
Við nánari athugun má renna grun í, að þær
haldi áfram hinum megin við víxlgengissprung-
urnar, en hafi skotizt til hliðar. Ef það er rétt,
mundu Skeljafellssprungurnar vera eldri en Þjófa-
gilssprungurnar og við hinar síðari orðið víxlgengi
um 300-400 m í Sámsstaðaklifi og í Skálafelli
og við Þjófagil um 500-600 m. Misgengi er við
Þjófagilssprunguna um 10 m eða svo. Ef þetta
misgengi er orðið til við lárétta hreyfingu á hall-
andi lögum, þyrfti sá halli að vera um 1° til
þess að skapa svona misgengi við 600 m víxl-
gengi. Núverandi halli er nálægt 2°. Það væri
því hægt að skýra misgengi við 600 m víxlgengi
sem varð þegar hallinn var nokkru minni til aust-
urs en hann er nú.
Þessi hugmynd um hliðrun Skeljafellssprungna
við Þjófagilssprungur byggist á því, að sprung-
urnar séu misgamlar en fyrir þvi er engin bein
sönnun. Vera má, að þetta sprungukeríi við Búr-
fell megi allt skýra með spennusviði, sem virkt
er þar nú og virkt hafi verið allan tímann og í
þessu spennisviði myndist mismunandi sprungur.
7.5 Berggangar.
Fáir berggangar eru sýnilegir við Búrfell, að
undanteknum líparítgöngum í Skeljafelli. Gang-
ar eru þó við vesturhlið Sámsstaðamúla og í
stöðvarhúsi þar. Einnig er gangur í suðurenda
Búrfells, sennilega fæðugangur fyrir bólstra-
bergið. Allir þessir gangar stefna líkt og Skelja-
fellssprungur eða aukasprungustefnan, sem er
litlu austlægari.
7.6 Jarðskjálftar.
Jarðskjálftar á þessu svæði eru tvennskonar,
þ.e. grunnir jarðskjálftar tengdir eldgosum og
þá aðallega frá Heklu. Þessir skjálftar verða við
upphaf gosanna og munu vera nokkuð harðir við
Búrfell vegna þess hversu nærri það er gosstað.
Aðrir stærri og dýpri jarðskjálftar hafa átt upp-
tök í gamla berginu vestur og suður af Búrfelli.
Þeir síðustu voru 1896 og 1912, hvorir tveggja
miklir jarðskjálftar á íslenzkan mælikvarða.
8. Rannsóknaraðferðir.
8.1 Jarðboranir.
Jarðboranir eru langmikilvægasta hjálpar-
tækið við jarðfræðirannsóknir. Jarðboranir eru
tvennskonar, þ.e. boranir í lausum yfirborðslög-