Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 55

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 55
79 TlMARIT VPl 1966 KÍSILGÚRVERKSMIÐJAN VIÐ MÝVATN -AÐAIEFNARÁS- baiour iIndai 14.12.1966 Mynd 3. Vinnsluþrep og aðalefnarás kísilgúrframleiðslunnai1. leiddur fjöldi tegunda af kísilgúrsíunarefnum. Mismunurinn liggur aðallega í síunarhraðanum og þá jafnframt þeim óhreinindum sem komast í gegn við síunina. Yfirleitt er þessu þá þannig farið, að því tærari sem vökvinn þarf að vera, því seinvirkari síunarefni þarf að nota. Aðal- markaðurinn er fyrir síunarefni, sem eru á mið- sviðinu, svo sem Hyflo Supercel. Gert er ráð fyr- ir, að verksmiðjan við Mývatn takmarki sig mest við þetta svið til að byrja með og framleiði að- eins fáar tegundir síunarefna fyrst um sinn. Hins vegar er verksmiðjan byggð þannig, að ef á þarf að halda, getur hún unnið síunarefni, sem getur fallið inn í allt hið venjulega síunarefna- svið kísilgúrs. Tœkniþróun. Vinnslu kísilgúrs má skipta í þrjá höfuðliði tæknilega séð, þ. e. námugröft, hreinsun og loka- vinnslu. Tveir fyrri liðirnir urðu fyrst í stað höfuð rannsóknarefni hér, en síðar var loka- vinnslan einnig tekin fyrir. Nú var frá upphafi talið æskilegast að byggja verksmiðjuna uppi við Námaskarð sem er 3*4 km austan Mývatns. Annað sjónarmiðið var það, að vinnslan yrði þar nokkuð afsíðis frá Mývatni og hitt, að hún yrði nálægt jarðhitanum. Við höfðum líka frá byrjun augastað á dælingu við hráefnisöflunina, enda þótt margar aðrar aðferð- ir væru athugaðar áður en lauk og þar á meðal gröftur með keðjuskóflum, grabba og flutning- ur efnisins með strengjabraut. Fyrsta tilraun til þess að dæla leðjunni var þannig gerð þegar árið 1955 og önnur nokkuð veigameiri 1957 og loks lokatilraun með fullkomnum tækjum sumarið 1965. Með því var endanlega ákveðið að nota dælingu, enda kom í ljós, að hún var bezta lausnin. Eitt höfuðatriðið í meðferð kísil- gúrs, sem nota á við síun, er að brjóta ekki kísilgúrskeljarnar í með- ferð. Aðeins reynslan getur kennt, hvað er óhætt í þeim efnum. Dælingin árið 1957 hafði sýnt, að hún olli ekki skemmdum á gúrnum. Hins vegar var sú leiðsla aðeins 250 metrar en verksmiðjan þurfti 4000 m langa Ieiðslu. Eftir víðtækar tilraunir, sem miðuðust við sömu aðstæður og myndu vera fyrir hendi í löngu leiðslunni, var ákveðið að reyna að dæla gúrnum alla leiðina, og sem betur fór hafa engar skemmdir á gúrnum komið fram. Það dælingar- kerfi, sem nú er að taka til starfa, er byggt á eftirfarandi hátt: Úti á vatninu er höfð flotdæla með hnífaút- búnaði, sem losar um setið og sýgur upp leðjuna og dælir henni í gegnum 8” víða og 500 m langa flotleiðslu í land. Þar fer leðjan fyrst gegnum síu með 10 mm opmn til þess að skilja frá stein- völur, greinar og annað slíkt og síðan í 300 m3 rennslisjöfnunargeymi. Þurrefnismagn þessarar leðju er 8—10%, enda sogar flotdælan upp vatn með henni. 1 framhaldi af jöfnunargeyminum eru síðan 2 raðtengdar 6” dælur hver með 100 hestafla rafmótorum, sem þrýsta leðjunni 3V2 km leið upp að verksmiðjunni. Leiðsla þessi er 8” og hún flytur 60—70 lítra á sekúndu. Þótt við værum lengi vel hræddir um stíflur í þessari löngu leiðslu, hafa þær ekki komið fram. Nún- ingsslit á bæði dæluna og leiðslu hefir reynzt mun minna en búizt var við. Við verksmiðjuna fer leðjan aftur í gegnum síur, sem eru með um 2 mm op. Hér eru það mest gróðurleifar, sem numdar eru burt. Síðan fer hún gegnum sandskiljur, sem vikið verður að síðar, og loks í geymsluþró. Þessi hluti kerfisins, sem nú hefir verið lýst, vinnur aðeins að sumri til. Úr geymsluþrónni fær verksmiðjan hráefni allt árið með því að á henni er höfð flot- dæla með líkum hætti og gert er á Mývatni. Þessi dæla skilar hráefninu í geymi við verksmiðjuna sjálfa. Þótt dælingin hafi marga mikla kosti sem lausn á vandamálum okkar þarna, hefir hún einnig þann galla, að bæta þarf vatni í leðjuna. Að vísu er hægt að fleyta nokkuð af þessu vatni ofan af, þegar í geymsluþróna er komið, en hún er samt mun vatnsmeiri eftir, en ef hún væri t.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.