Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 60

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 60
84 TÍMARIT VPl 1966 að láta framkvæma megnið af verkfræðistörf- um á árinu 1965 og snemma árs 1966. Styrkti það okkur mjög í samningunum að hafa teikn- ingar til staðar og að geta sýnt nákvæmlega, hvernig við ætluðum að hafa verksmiðjuna ef við reistum hana sjálfir. Sýndi þessi framkvæmd mönnum Johns-Manville enn fram á, að okkur væri fyllsta alvara um að reisa verksmiðjuna. Það var áætlað, að verkfræðikostnaðurinn samtals yrði um 12 milljónir króna en verður líklega um 13 milljónir vegna viðbótar, sem síð- ar var gerð við verksmiðjuna. Kaiser gerði áætlun um kostnað við byggingu verksmiðjunn- ar, sem varð 148 milljónir króna. Var þá undir- búningskostnaði og tollum sleppt, en verkfræði- kostnaður og söluskattur tekinn með. Þessi áætl- un var að vísu ca. 20 milljónum króna lægri í upphafi, en „dewatering“ eða afvötmmaraðferð- in varð til að hækka áætlunina. 1 stórum dráttum er áætlunin byggð upp á eftirfarandi hátt: Dælingarkerfi __________________ 11,7 m. kr. Þurrkunarkerfi___________________ 16,8------ Vinnsla ......................... 40,0------ Pökkun o. fl...................... 4,8------ Geymslur o. fl. __________________ 13,5------ Leiðslur og þess háttar____________ 5,7------ Laus tæki og varahlutir_________ 5,6------ Beinn byggingarkostnaður______ 98,1----- Óbeinn byggingarkostnaður 13,7---------- Samtals 111,8------ Ófyrirséð ______________________ 11,1------ Hækkanir ________________________ 2,1------ Vextir á byggingartíma .......... 9,0------ Verkfærakostnaður _____________ 12,0------ Samtals 146,0 m. kr. Viðbót v/ryksöfnunar........... 2,0------ Alls 148,0 m. kr. Sú áætlun, sem ég hef hér nefnt, er mjög ná- kvæm. Hver einasta bygging, hver undirstaða, hvert tæki og uppsetning hvers tækis er áætluð, svo að stendur aðeins á tugum dollara. Allur byggingarkostnaður er brotinn niður í smáupp- hæðir. Þetta þýðir auðvitað, að halda verður mjög nákvæmt bókhald um allan kostnað. Auk þess þarf að gefa eigendum mánaðarlega mjög nákvæmt yfirlit um kostnaðinn, reist á áætluninni og samræma hana lið fyrir lið. Ég verð að segja það eins og er, að það tók þó nokkurn tíma að fá verkstjóra og starfsmenn til þess að fallast á að fara eftir þessari nákvæmu simdurliðun. Menn voru ekki vanir henni. Auk þess kostar þetta þó nokkuð mikla skrifstofuvinnu. Hins vegar er afar þýðingarmikið að vita nákvæm- lega á hvaða tíma sem er, hvernig hver einasti liður stendur, ekki aðeins fyrir þann, sem stjórn- ar framkvæmdum, heldur einnig — og ekki síð- ur — fyrir eigendur fyrirtækisins. Veturinn 1965—66 var ráðizt í að byggja all- stóra skrifstofu- og mötuneytisbyggingu. Þetta er mikil bygging, sem kostar um 4 miljónir króna. Þarna verða í framtíðinni skrifstofur, efnarannsóknarstofur og mötuneyti verksmiðj- unnar. Tilgangurinn með þessari framkvæmd var að hafa allt tilbúið með vorinu, til þess að fram- kvæmdir gætu þá hafizt af fullum krafti. Þetta reyndist vera vel ráðið, því að allt var tilbúið, þegar framkvæmdir hófust í júní sl. Var þá sett upp mötuneyti fyrir 50—60 manns, skrifstofur og teiknistofur, og auk þess bjó starfsfólk í hús- inu. Það kom vissulega til álita að bjóða fram- kvæmdina alla út í einu eða tvennu lagi. En talið var hæpið, að slíkt yrði hagkvæmara, þar sem mjög margt var óöruggt gagnvart kostnaði við bygginguna. Við ákváðum því að annast sjálfir framkvæmdir, en bjóða út ýmislegt, sem væri eftir eðli verksins hagkvæmt til útboðs. Hefur þessi aðferð reynzt vel. Ég vil benda á, að sú ákvörðun að halda áfram framkvæmdum þó að samningar væru ekki undirritaðir, gerir það tví- mælalaust mögulegt að byrja framleiðslu næsta haust. Annars hefði framleiðslan ekki hafizt fyrr en haustið 1968. Tækin er ekki hægt að setja upp nema að sumarlagi. Áhættan var að vísu nokkur, en við vissum um gæði og stærð námunnar og að verksmiðjan hlyti að rísa, ef ekki nú, þá á allra næstu árum. Ég held, að á engan sé hallað, þó að sagt sé, að fjármálaráð- herra, Magnús Jónsson, eigi öðrum fremur heið- urinn af hraðri og skynsamlegri uppbyggingu þessa fyrirtækis, enda hefur hann alltaf haft óbilandi trú á nýtingu námunnar. Eignaraðild Nú mun ég snúa mér nokkuð að sjálfum samn- ingunum á milli íslenzka ríkisins og Johns-Man- ville. í fyrstu gat það auðvitað verið álitamál, hvort ríkið skyldi eiga meirihluta hlutafjársins. Það þótti þó eðlilegast. Hlutafé skyldi vera mjög mikið, 40—50% af stofnkostnaði. Var talið ólík- legt, að það fengist á frjálsum markaði. Ríkið á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.