Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 64

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 64
88 TlMARIT VFl 1966 landsins. Þá hefur hann litið yfir framkvæmd- irnar og alveg sér í lagi farið rækilega í gegn- um kostnaðinn, samanborið við áætlunina. Hef- ur það verið mjög gagnlegt. 1 marz n. k. kemur verkfræðingur frá Kaiser hingað, og verður hann hér, þar til verksmiðjan hefur verið tekin út, enda bera Kaiser-menn ábyrgð á því, að öll verk- smiðjan starfi eðlilega. Samtals er kostnaðaráætluninni skipt niður í um það bil 400 liði. Við drögum þá að vísu dá- lítið saman, en engu að síður er eftirlit með framkvæmdum nákvæmt og kostnaðarbókhald er mjög mikið verk. Það borgar sig þó alveg áreiðanlega, þegar á heildina er litið. Ég mun héðan í frá verða ákveðinn talsmaður þess, að haldið sé nákvæmt kostnaðarbókhald, þegar um meiri háttar framkvæmdir er að ræða. Framkvœmdir við Mývatn Eins og ég hef áður vikið að, var dælupramm- inn og flotleiðslan sett upp sumarið 1965. Dælu- hús var byggt og dælur settar upp og loks var 3500 metra leiðsla á landi sett upp. Þetta verk var unnið á vegum Almenna byggingarfélagsins undir stjórn Péturs Stefánssonar, verkfræðings. Verkið gekk framúrskarandi vel, þrátt fyrir ónógan undirbúning það vor. Kostnaður fór lítið eitt fram úr áætlun, sem var mjög eðlilegt vegna aðstæðna. En aðalatriðið var, að hægt var að gera tilraunadælingu haustið 1965 með fullum afköstum, og það fékkst staðfest, að efnið skemmist ekki við dælingu. Á sl. vori var sett það mark að ljúka allri steypuvinu, byggingum og stálturni á þessu ári. Þetta hefur næstum alveg tekizt. Svavar Jón- atansson, verkfræðingur hjá Almenna byggingar- félaginu, hefur annazt tæknilega yfirstjórn fram- kvæmdanna á síðastliðnu sumri með miklum ágætum. Allri steypuvinnu lauk. Rúmlega 900 m2 vöruskemma var byggð. Tvö innflutt íbúðar- hús voru sett upp og frá þeim gengið. Stálturn- inum var að mestu lokið. Verkstæðishúsnæði er tilbúið. Geymsluþró var byggð. Gengið var frá vatnsleiðslu og fjölmargt fleira gert, sem ég ætla ekki að rekja hér. Fyrstu vikur sumarsins gekk verkið ekki nógu vel, m. a. vegna þess að starfsmenn voru óvanir. Frá byrjun júlí hafa framkvæmdir hins vegar gengið afbragðsvel. Það var gaman að fylgjast með því, hvernig steypuafköst jukust frá viku til viku, þar sem sami vinnuflokkurinn annaðist alltaf þetta sér- staka verk. Uppsláttur gekk einnig mjög vel, og timbur nýttist ágætlega. 1 heild hefur kostnað- ur ekki farið fram úr áætlun, og nú er allri jarð- vinnu og annarri óvissri vinnu gagnvart kostnaði lokið. Sérstaklega hefur tekizt að spara í sam- bandi við innkaup tækja og efnis. Víða hefur innlendi kostnaðurinn staðizt áætlunina vel. Framkvæmdir okkar næsta ár verða fyrst og fremst fólgnar í því að koma fyrir vélum og tækj- um, svo og að leggja og tengja allt rafmagn, sem er mikil vinna. Við eigum eftir að reisa ann- an turn, að vísu miklu minni, vegna tækja í sam- bandi við afvötnunina. Þá þurfum við að byggja 2.500 m2 vöruskemmu á Húsavík og loks 10—12 íbúðarhús í Reykjahlíðarhverfi. Þá er eftir að leggja ýmsar leiðslur á verksmiðjusvæðinu. Og svo ýmiss konar frágangur. Enda þótt mikið sé ógert, held ég að framkvæmdum verði lokið 1. október 1967, ef afgreiðslur tækja standast. Einu hafa hinir vísu áætlunarsnillingar gleymt, að því er mér finnst. Það eru flutn- ingaerfiðleikarnir og það, hve miklu erfiðara og seinlegra er að útvega ýmislegt smávegis upp að Mývatni heldur en ef stór bær væri nálægt byggingarstað. Auk þess vegur t. d. ofninn um 90 tonn. Hann verður því að flytja í fernu lagi — og er þó fullerfitt. Þurrkarana þarf einnig að taka í sundur, og svo er um fleiri tæki. Vandamálið við að lyfta þessum stykkjum af og á flutningavagn er einnig til staðar, þar sem aðeins einn krani er til í héraðinu, sem getur lyft yfir 20 tonnrnn. Þessir flutningar verða vafalaust að fara fram á nóttunni vegna um- ferðarinnar. Við leysum auðvitað þessi vanda- mál eins og önnur, en það kostar talsverða pen- inga og áreiðanlega miklu meir en gert var ráð fyrir. Ríkið mun svo á næsta sumri láta leggja nýjan veg frá Reykjahlíð til Húsavíkur. Einnig verður sett upp gufuveita og nokkrar fram- kvæmdir þarf að gera vegna rafmagns. Öll eru þessi mál í undirbúningi hjá viðkomandi stofn- unum. Náttúruvernd Allar tiltækar ráðstafanir eru gerðar til að skemma sem minnst náttúrufegurð svæðisins, þar sem verksmiðjan er reist og að tryggja sem bezt, að olía geti ekki komizt í vatnið eða jarð- veginn í grennd. Þannig er byggð öryggisþró í kringum um olíugeyma og olíugildra verður í kringum dæluprammann. Sjálf dælingin skemm- ir ekki vatnið. Sáralítið ber á verksmiðjunni séð frá vatninu, og allur frágangur verður vandaður sem allra mest. Sú vantrú, sem ýmsir höfðu á að reisa verksmiðjuna á þessum stað, held ég að sé nú horfin að mestu. Samvinnan við Mý-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.