Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 40
Septemher 9. Fundur hins eyfirzka ábyrgðaríélags. — s. d. SíraPáll Einarsson Sivertsen í0gurþíngumnefndur til prests í Aðalvík með 400 króna uppbót. Hann skal og þjóna Stað i Grunnavtk. — 12. og þarumbil. Markaðir fyrir fé í Austfjörðum. — s. d. Auglýsíng frá stjórnarráðinu fyrir Island um, að bann það, sem með auglýsíng 9. Juni 1876 var lagt á að flytja hunda frá Danmörk til Islands, sé af numið. — s. d. Skýrsla um Gránufélagið við árslok 1875: félags- hlutir 1465 á 50 krónur, fjárauki frá byrjun félagsins 43,885 kr. 81 eyrir. — 13. Strandaskipið Diana kom á Akureyri með fjölda farníngarmanna; fór af stað aptur 16. Septbr. — 14. Andaðist stúdent Benedikt Bogason Benediktsen, fyrrum rúðumeistari í Kaupmannahöfn, (fæddur 1798, utskrifaður úr Bessastaða skóla 1818). ■— ^5. Vegagjörð yfir Svínahraun seld fyrir uppboðsverð Eiríki Asmundssyni í Grjóta fyrir 4 kr. 70 a. faðm. — 17. Andaðist frú Kristín Ingvarsdóttir, ekkja eptir Eirík sýslumann Sverrisson (fædd 21. Oktbr. 1790). — Tombóla á Akureyri haldin fyrir forgöngu kvenna. A- góðinn varð 316 krónur 1 eyrir, og skyldi kaupa fyrir altarisklæði handa kirkjunni. — 19. Prentsmiðjunefndin á Akureyri skorar á hlutabréfa eigendur í nýju prentsmiðjunni að koma saman til aðkjósa nýja stjórnarnefnd frá 14. Januar 1877 fyrir næstu fimm ár. — 21. Fór skozkt gufuskip frá Seyðisfirði með 1300 sauði (sbr. 10. Oktbr.). — s. d. Brotizt um nóttina inn 1 búð á Oddeyrí og stolið peníngum, en aflaðist lftið, því verzlunarstjóri hatði þann vana að hirða peníngana á hverju kveldi. — 23. Andaðist Tómas Þórðarson á Kópsvatni, vatnsveit- íngamaður. — 25. Ráðgjafinn fyrir Island veitir 5 eða 6000 krónur sem lán úr viðlagasjóði til kornkaupa handa Gullbríngu sýslu, með 4% leigu og borga 1877 og 78. — s. d. Umboðsskrá hauda Jóni ritara Jónssyni til að gegna störfum lögreglustjóranna á íslandi í fjárkláðamálinu. — 27. Kom stórt gufuskip enskt til Húsavíkur til að sækja brennistein, sem þángað hafði fiuttur verið úr Þeista- reykja námum. Það flutti út nokkurn kvikfénað, naut og nálægt 300 fjár. — 30. Prestinum á Hjaltabakka lagður vegur til að ná lóðartolli fyrir kaupstaðarstæði við Blönduós. — s. d. A Isafjarðardjúpi aflaðist mikið af smokkfiski til beitu, á nýuppfundna rauðlakkaða blýöngla með látúns- broddum niðurúr, beygðum út og uppávið allt í kríng. Smokkfiskurinn var saltaður til geymslu. Oktober 3. Auglýsíng amtmannsins í Suðuramtinu um læknis- (as)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.