Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 45
ætti því enn að vera von á til hjálparsjóðsins
eða viðlagasjóðsins á þessum tveim árum,
auk hins fyrra............................ 67,606 kr. 09 a.:
hið fyrra var, sem talið er... 296.345 - 12 -
tilsamans... 363,951 kr.21 e.,
en eptir áætlunum stjórnarinnar er talið svo, sem vextir
iijálparsjóðsins verði þannig: 1876: 10,218 kr. og 1877:
10.038 kr. Eptir reikníngsyfirlitinu 1875 eru tekjur hjálpar-
sjóðsins taldar innkomnar 4,394 kr. 32 aur., og er það
2,126 kr. 32 a. rneira en ráð var fyrir gjört.
Einfalt ráð til að ala upp fiska.
Vili maður koma fiskum í vötn eða ár, og fá þá til að
tímgast þar, þá tfðka menn vestur í Amertku þessa eint. aðferð.
Að vorinu til grefur maður upp víðihríslur með rótum, þær
sem standa við vatnið og hafa margar rótarkvíslir. Maðar
skoiar þær vel, svo af þeim losni öll moid, sem við þær loðir,
og festir þær síðan við fleiga, sem reknir eru niður við vötn,
þar sem mikið er fyrir af fiski. Þær verða að vera festar svo, að
ræturnar á hríslunum liggi hálft fet undir yfirborði vatnsins.
Fiskarnir sækja ákaflega að til að leggja hrogn sfn á ræturnar,
og festa sig við þær. Að nokkrum dögum liðnum tekur maður
ræturnar upp, og setur þær niður aptur 1 vötn eða tjarnir, þar
sem maður vill fá fisk til að tfmgast, og kviknar þá viðkoman
fljótt. Þessi aðferð getur verið harla breytileg og með mörgu
móti. Þegar rnenn taka nákvæmlega eptir fiskanna eðli og
venjum, og hvenær þeireru vanirað legeja hrogn sín, þákemst
maður uppá af sjálfum sér að ala upp allskonar fisk með þess-
um hætti, og menn þyrftu því heldur að leggja alúð á þetta,
sem einstakir menn geta sjaldan átt kost á að ala upp fiska
á þann hátt, sem nú er tíðkaður í tilbúnum fiskivötnum.
Ef tnaður fær kalk í augun.
Hver sá, sem fæst við húsabyggfngar, kannast við, hversu
báskalegt er að fá kalk í augun. Bezt ráð við það er að taka
kalt sykurvatn og bera í augun, þarmeð eyðist hin etandi verk-
un kalksins í auganu. og sykrið samlagast kalkinu, svo þar
af myndast efnis samsetníng, sem ekki meiðir augað.
Um að varna ryði á járntólum.
ÖU tól ogjarðyrkjuverkfæri, svo sem plógar, herfi, skóflur,
rekur og fleira, og svo hver önnur verkfæri, sem járn er á, geta
orðið hæglega varin ryði með því, að bræða saman þrjá hluta
af feitu fleski við einn hluta af harpix. Maður dýfir þar ofaní
ullarpjötlu, og strýkur yfir með kvoðu þessari allt það, sem
maður vill verja ryði, hvort heldur það er fínt eða gróft, þegar
það er orðið þurt; þá ryðgar það aldrei. — Helzt á að gjöra
þetta á haustin, þegar roenn leggja tólin frá sér til geymslu.
(43)