Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 52

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 52
öld eða Gregorius tímatali 1582) var prentað 1707 og síðan annað stærra rím (fíngra rímið) 1739, og hérumbil 100 árum seinna (1838) var það prentað að nýju, og mun vera vottur um, að rímlistin sé enn við lýði hjá alþýðu á Islandi. Nýi stíll var innleiddur á Islandi með tilskipun 10. April 1700, áður tíðkaðist hinn svonefndi gamli stdl, sem hafði staðið frá Róm- verja tíð. Löngu síðar samdi Oddur læknir Hjaltalín »Nýtt lesrím«, og er sá bæklíngur prentaður 1817. Síðan 1837 hefir íslenzkt Almanak verið prentað á hverju ári. Síðan farið var að prenta almanökin handa Islendíngum sérílagi, hefir það verið tekið til greina, að hið forna tímatal hefir að nokkru leyti haldizt við á íslandi, og verið tíðkanlegt jafnhliða hinu, sem er komið frá Rómverjum og rómversku kirkjunni í því lagi, sem það er komið til vor. Hvorttveggja tímatalið á kyn sitt að rekja upphaflega til austurálfu þjóða, og er það einkanlega merkilegt, að hið forna íslenzka ttmatal hefir skyldleika sinn mestan við Indland hið forna og Egipta- land, en hið rómverska tímatal, sem nú er hið almennasta, er nærskyldast Kaldeum og Babilonsmönnum. Það er vottur til, að menn hafi mjög snemma skipt í fimtir, eða haft fimm-daga vikur, en sjö daga-vikan er þó snemma orðin tíðkanleg, og hún er í upphafi frá Kaldeum; þetta vikutal höfðu og Gyðíngar, og það varð almennast. Niðurskiptíng ársins, eptir hinu forna íslenzka tímatali, verður áreiðanlega miðuð við þann tíma, þegar Þorsteinn surt- ur fékk lögtekinn sumarauka. Þorsteinn bjó í Þórnesi, nálægt Helgafelli, svo sem kunnugt er, en hann var sonur Hallsteins af Hallsteinsnesi við Þorskafjörð. Sumaraukinn var lögtekinn um árin 955 til 959. Þar var, eins og sjá má við hið íslenzka tímatal í almanakinu, árinu skipt í tólf mánuði, og hefir hver 30 daga. En þá vantar 4 daga uppá 52 vikur, og er þeim skotið inn um miðsumar. En árið verður samt of stutt, og það var sú endurbót, sem Þoisteinn surtur fékk komið á og í lög leidt, að bætt var enn inn viku á nokkurra ára bili, og er það sem kallað er sumarauki. Það var fyrir skipað, til þess að halda við réttu tímatali, að hver sá goði, sem þínghelgi átti í hverju héraði, skyldi árlega segja upp á leiðarþíngum öll nýmæli, sem þá höfðu verið ( lög tekin á alþíngi, og þar með misseristal (þ. e. um sumarkomu og vetrarkomu) og imbrudaga hald, og lángaföstu ígáng, og svo ef hlaupár er, eða ef við sumar er lagt (þ. e. ef sumarauki verður), og svo ef menn skulu fyr koma á alþíng, en tíu vikur eru af sumri (Þíngskapaþáttur í Grágás, kap. 61.). Með þessu var séð fyrir því, að tímatalið eigi rask- aðist, og þessari reglu fylgja almanökin, svo að þar er jafnvel fært aptur til hins upphaflega einstök atriði, sem raskazt höfðu, svo sem að láta vetrarkomu vera á föstudegi, I staðinn fyrir laugardag, o. s. frv. Þó er auðsætt, að lagagreinin ! Grágás, sem skipar að segja fyrir árlega um föstuinngánga, og um imbrudaga hald, hlýtur að vera ýngri en svo, að hún sé frá miðri tíundu öld, eða hérumbil frá 960; líklegra er, að hún sé

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.