Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Page 57
um að játast undir þessar reglur. Þessi uppruni var hinn fyrsti
til múnklífis reglu, og var hún stofnuð 305. Hann andaðist
361, 105 ára gamall, að sagt er. En það er regla, að andláts-
dagur helgra manna er talinn fæðíng þeirra, einsog talið var
hjá hinum fornu Egiptum. Af Antonius hinum helga er rituð
saga á íslenzku, og er til brot af henni á skinnbók í safni Arna
Magnússonar, og sagan heil á skinnbók frá fimtándu öld í
Stokkhólmi í bókhlöðu Svía konúngs, Nr. 3 í arkarbroti.
20. Januar heitir Bræðramessa, og er sá dagur haldinn
í minníngu eptir tvo rómverska menn, Fabianus og Sebastian-
us. Þessir menn voru þó ekki bræður, og áttu reyndar ekkert
skylt hvor við annan. Fabianus varð biskup í Róm, tuttugasti
og fyrsti í röðinni, og bar það til með undarlegum hætti.
Hann kom til Rómaborgar ár 238, til að vera við biskups-
kosnfng. Þá bar svo til, að þar kom dúfa fljúgandi inn í sal-
inn, þar sem verið var að kjósa, og settist á höfuð Fabians.
Þetta þótti öllum þeim, sem voru að kjósa, bendfng frá guði,
og var hann kosinn til biskups. Síðan var hann biskup 14
ár. Það sem mest liggur eptir hann er það, að hann bygði
kapellur yfir grafir margra píslarvotta. Hann var drepinn í
hinni stóru ofsókn í tfð Decius keisara, ár 230, og var gefið
að sök, að Filippus keisari, sem hann hafði skírt, hefði gefið
honum allt gullhús sitt eða fjársjóðu. — Sebastianus var drep-
inn löngu síðar, þegar Diocletianus var keisari. Hann var
hraustur hershöfðíngi og var fyrst bundinn við stólpa, og skot-
inn með örvum, en varð ekki skotinn til dauðs, og var þá
sleginn þar til hann dó; það var ár 302. Um Sebastianus hinn
helga er rituð saga á íslenzku og eru brot af henni frá fjórt-
ándu og fimtándu öld á skinni f safni Arna Magnússonar, en
hún er heil á skinnbók í bókhlöðu konúngs í Stokkhólmi,
Nr. 3 f arkarbroti, frá fimtándu öld.
21. Januar er Agnesarmessa. Hún var rómversk mær
af góðum ættum og var kristin. Heiðfngjar vildu kúga hana
til að þjóna við hof sitt, en hún vildi ekki. Sonur höfðíngja
nokkurs, sem hét Symphorianus, vildi eiga hana, en hún vildi
ekki, því hann var heiðinn. Hún var stúngin með knífi til
bana 306 þenna dag, sem messudagur hennar er haldinn. Um
hana og píslarvætti hennar er kvæði á íslenzku, sem heitir
Agnesar diktur. Til er og saga af henni, lítið brot í safni Árna
Magnússonar og í bókhlöðu konúngs í Stokkhólmi Nr. 2 í arlc-
arbroti nokkuð stærra. Á messudag Agnesar voru tvö hvít
lömb færð frá Agnesar klaustri til Péturskirkjunnar í Róm, og
af ull þeirra unnin bönd, sem voru kölluð pallia og lögð yfir
biskupa, þegar þeir voru vfgðir (Dipl. Isl. I, 587). Af þessum
þaliis fékk páfastóllinn miklar tekjur.
25. Januar er Pálsmessa haldin, í minníng þess, þegar
Páll postuli snerist frá ofsóknum móti kristnum og varð einn
hinn ypparsti af Krists lærisveinum. Hann var fæddur í Tars-
us, litlum bæ í Ciliciu f Litlu Asíu, og var upp alinn í Gyð-
ínga lærdómi í flokki Farísea, hjá hinum merka meistara
(55)