Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Qupperneq 61
svo marga daga fastaði Jesús á eyðimörku, einsog fyrsta sunnu-
dags guðspjallið í föstunni segirfrá; svo mörg ár voru Gyðíngar
á eyðimörkinni, og þar eptir héldu þeir páska; svomargadaga
gekk einnig Elías spámaður fastandi. Þegar fastan byrjaði átti
hver að hylja sig í sekk, og dreifa ösku yfir höfuð sér, eptir
sið Gyðínga, þegar þeir héldu iðrunar og bænadaga.
Þessir siðir, sem fyigdu föstuhaldinu, hafa einnig verið tíðk-
aðir á Islandi á kathólsku öldinni, og nokkuð eldir eptir af
þeim enn. Mánudaginn í föstuinngáng höfðu menn til skemt-
unar grímuleiki og þesskonar. Þriðjudaginn skyldi maður
eta svo mikið kjöt, að manni lægi við spreng (sprengi-
kvöld), og kjötið skyldi vera hángið kjöt, til þess að það væri
réttilega kallaður „gamli Adam“. Ekki var heldur neitt því til
fyrirstöðu, að menn ætti þjónustur sinar fyrir vinstúlkur, því
þetta er gömul föstuinngángsvísa (sbr. Isl. þjóðsögur II, 573.
Maurers isl. Volkssagen, 207):
Þriðjudags kvöld í föstuinngáng
það er mér í minni,
þá á hver að hlaupa’ í fáng
á þjónustunni sinni.
En eptir að fastan var byrjuð, þá voru engin grið, og hver sem
ekki gat xsetið ( föstunnií, rneð því að nefna aldrei kjöt, mátti
eiga von á vítagjöldum. Sá siður, að karlmenn bæri ösku og
kvennfólk stein á öskudaginn, er sett til iðrunarmerkis. I
biskupa-annálum s(ra Jóns Egilssonar er sagt frá, að ápálma-
sunnudag hafi verið brenndlr pálmar, sem menn kölluðu, eða
seljuviðir á altarissteinunum til ösku, og askan geymd, til þess
að dreifa á menn á öskudaginn. En síðan, eptir að prestarnir
hættu þessu og siðaskiptin urðu, þá varð úr þessu einskonar
leikfáng, og skiptust karlar og konur á, að hjálpa hvort öðru
til iðrunarinnar; þess vegna varð það kvennfólksins ætlunar-
verk, að koma ösku á karlmennina, en þeirra aptur að koma
steinum á kvennfólkið, en steinarnir tákna annaðhvort hið sama
og askan, eða þá hegníng, sem konur fergu stundum fyrir
ávirðíngar sínar, eða bera steina úr bæ. Sú hegníng tíðkaðist
víða, en þó varla á Islandi.
Stránga föstu þolir enginn maður í 40 daga, enn síður í
7o daga. Þetta fundu bráðum hinir kristnu söfnuðir, sem
tíðkuðu fösturnar. Það var því snemma, að ýmislegt var tekið
til bragðs til að gjöra föstuna bærilegri. Það vat þá leyft, að
menn mætti borða þuran mat; það kölluðu menn að »þur fasta«>
en forðast kjöt, egg og heitan mat. Þetta þótti þó enn of hart>
og var þá farið að leyfa að borða fisk um föstuna, og vegna
heilsunnar ýmsan annan mat, en þó því að eins, að biskup eða
páfi leyfði. En þetta kostaði ærna penínga, og það urðu þeir
að gjalda, sem vildu njóta þesskonar línkindar. Eins og kunn-
ugt er, þá kaupa Suðurlanda þjóðir mikinn fisk frá Islandi og
öðrum löndum til að hafa fyrir föstumat. Italir, Spánverjar og
Portugalsmenn fá nrikinn fisk keyptan eða fluttan til sln, en
(50)