Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 47

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 47
eitt litið var tiyggt eptir fyrirsögn Nansens, og reyndist það síðan hið öruggasta i isnum. Skipið kallaði haun «Fram«. Fjöldi manna hauðst til að fara með honuni ferð þessa, og valdi hann til hennar 12 manns. Um mitt sumar 1893 var svo lagt af stað norður eptir, en 4. ágúst 1893, fóru þeir Nansen úr Jugorsundi norður í íshaf, og eptir það spurð- ist ekkert til þeirra fyr en 14. ágúst 1896. f>á kom Nansen til Vardö og með honum einn af fjelögum hans, lautenant Hjálmar Johansen. Höfðu þeir skilið við Fram í isnum. Skipið kom sjálft með hinum mönnunum 6 dögum siðar til Noregs. 14. marz 1895 skildu þeir Nan-en og Johansen við Fram, af þvi að Nansen áleit þá að hann mundi eigi kom- ast lengra norður á skipinu; fóru þeir á sleðum norður ept- ir ísnum og komust lengst á 86° 14’ n. hr. og liefur enginn annar komizt svo norðarlega. Til mannabyggða komust þeir 18. júni 1896. Sem nærri má geta hefur Nansen verið fagnað sem dýrðleg- ast eptir heimkomu hans, fyrst og fremst í Noregi og á öðrum Norðurlöndum, einnig á Englandi, Frakklandi og Þýzka- landi. Enda var þessi ferð hans afreksverk mikið, og þótt hann eigi kæmist til norðurheimsskautsins, þá hefur hinn visindalegi árangur orðið allmikill, og vist mun Fridtjof Nansen ávallt verða talinn meðal hinna helztu heimskauta- fara. Hann er nú orðinn prófessor í dýrafræði við Krist- janínháskóla, en er farinn að hugsa um aðra heimskautsferð, suður á bóginn. Ivona hans er Eva Sars og systurdóttir skáldsins Welkavens. Otto Sverdrnp var einn af fylgdarmönnum Nansens á Grænlandsferð hans; reyndi Nansen hann þá að svo liraust- um dreng, að hann tók Sverdrup til skipstjóra á Fram til norðurferðarinnar; hefir Sverdrup og getið sjer mikinn og góðan orðstir á þeirri för; honum tókst að koma skipinu heilu og höldnu úr ísnum heim aptur, eptir að Nansen skildi við það i Marz 1895. (35)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.