Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 52
einum næsta morgun; lirundi mikill fjöldi iiæja um
Rangárvallasýslu alla vestan Markarfljóts og ofan Pverár,
og í austurhreppum Arnessýslu, einkum Gnúpverjahreppi.
Landskjálfta þessa varð vart vestur á yztu annes á
Vestfjörðum, norður í Húnavatnssýslu og austur í Horna-
fjörð. Maður meiddist svo í Vestmannaeyjum af grjót-
hruni í Heimakletti um kveldið, unglingsmaður, ísleifur
Jónsson að nafni, að hann ljezt 4 dögum siðar.
27. Mjög snarpur landskjálftakippur um dagmálaskeið.
Herti á skemmdum þeim, er urðu kveldið fyrir.
31. Bændunum Daníel Jónssyni á Eiði í Þingeyjarsýslu og
Jóni Magnússyni á Snæfoksstöðum i Arnessýslu veitt
heiðursgjöf (110 kr. hvorum) af styrktarsjóð Kristjáns
konungs IX.
S. d. hrann bærinn á Litlu-Laugum í Helgastaðahr.
Fólki varð bjargað, en litiu af búshlutum.
I þ. m. drukknaði Jón Arnason frá Stöpum á Vatns-
nesi í Bjargaósi við Miðhóp.
I þ. mán. drekkti sjer Þorsteinn vinnumaður frá
Hnausum í Þingi, í Hnausakvisl.
5. sept. Enn mjög hörð landskjálftahviða um kveldið
kl. 10l/>, er olli stórskemmdum — miklu bæjahruni m.
m. — í Flóa og á Skeiðum, og nokkrum í Holtum.
Baðstofa fjell ofan á hjón ein öldruð i rúmi á Seifossi
við Olfusá og hanaði þeim, Arnbirni hónda Þórarins-
syni og Guðrúnu Magnúsdóttur.
6. Þá um nóttina kl. 2 hrundi fjöldi (um 30) hæja í Ölfnsi
af landskjálfta. Nýr hver kom þar upp í Ilveragerði
allstór, er gaus allhátt, en dofnaði aptur. Víðar komu
upp hverir og laugar þá og í hinum fyrri hviðum; jörð
sprakk og skriðuhrun varð mikið úr fjöllum.
14. Enskt hotnvörpuveiðaskip strandaði við Vestmanna-
eyjar; varð mannbjörg.
1. okt. Fimmtíu ára afmæli iærða skólans í Reykjavik
haldið á hátíðlegan hátt með söngum og ræðuflutningi.
Minningarrit skólans var gefið út.
S. d. var skólinn settur.
3. Rauk á ofsa-norðanveður, er mestan gjörði skaða á
(40)