Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 82
Umsjónarmennirnir byrjufiu starf sitt þ. á. (1895) 16.
jan og hættu 27. apríl. Fyrir utan yfirmennina voru 10
umsjónarmenn, 2 formenn, 2 skipstjórar og 22 hásetar.
Auk þessara manna vorn aðkomandi 7 læknar, 11 skottu-
læknar, 20 ljósmyndasmiðir, 21 úrsmiður og 7 hljóðfæra-
leikendur m. m.
37,200 menn stunduðu fiskiveiðar þ. á. i Lófót; þar af
voru róðra-fiskimenn 32,492 á 7693 hátum, en 4700 voru í
landi til að hirða fiskinn og afurðir hans. Af þessum
32,492 mönnum veiddu 8590 manns á 1516 hátum með
þorskanetum, 21663 menn á 5432 hátum með lóðum,
og 223u manns á 467 bátum með haldfærum. A landi lágu
þessir menn í 2686 sjóbúðum og 282 gistihúsum.
319 menn voru sektaðir á þessu tímabili. Þar af rúm-
lega þriðjungur fyrir að róa og leggja veiðarfæri of
snemma eða of seintá sólarhringnum, 27 fyrir sölu áfengra
drykkja og 90 fyrir aðra ólöglega sölu.
6470 manna leituðu læknishjálpar; að eins 20 menn dóu.
Meðan á fiskiveiðum stóð, voru í Austur-Lófót 82 sjó-
róðrardagar og 79 í Yestur-Lófót. Landsetudagar 35 og 39.
Yeðrið og gæftir voru óvanalega góðar þessa vertíð.
16 bátar fórnst; af þeim drukknuðu 27 manns.
Af aflanum, sem var verkaður til verzlunarvöru, var
38l/2 miljón fiska saltað og liert, 9487 tunnur lifrar, 10,660
tunnur meðalalýsis og 36,225 tunnur hrogna. Geta má nærri,
að mikið hefur gengið til fæðu handa öllum þeim mann-
fjölda, sem áður er nefndur, og hjer er ekki talið.
Af fiskinum var verkað i saltfisk 311 /2 millj. og 7 millj.
i harðfisk.
Til þess að búa til þetta mikla meðalalýsi voru 82 gufu-
vjelar allt af að vinna, þar af 55 á landi og 28 í skipum,
sem fluttu sig þangað, er bezt var að kaupa lifrina.
35 millj. þorskhausa voru hirtir; þar af 29 millj. þurk-
aðir og malaðir til áhurðar (Guano) og 6 mil j. til skepnu-
eldis.
Allur aflinn var nær þvi 7 millj. króna virði. Að með-
altali fekk hver maður 1184 fiska hlut, sem voru 212 kr.
að verði. Jafnmargir fiskar i hlut hafa ekki fengizt nokkra
(70)