Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 35
C. F. Tietgen. Enginn danskur maðiir hefir á (ildinni sem leið verið þarfari lundi og lýð eða getið sér meira frægðarorð fyrir verklegar framkvæmdir en mikilmenni þetta, er lézt. 19. dktóbermánaðar 1901. Hann var fæddur í Oðinsvé á Fjóni 19. murz 1829. Faðir lians var timbursmiður og bjó við lítil et'ni. Tietgen litli vandist þegar á barnsaldri við að nota vel tímann og taka vel eftir öllu, sem fram fór i kringum hann. Sem dæmi þess, að hugur bans hafi snemma hneigst að efling bjargræðisvega, hefir það oft verið tekið fram, að hann fór á barnsaldri að safna mórviðarlau?! og klekja út silki- ormum. En um þær mundir var sú hugsun rikhjámörg- um manni í Danmörku að koma þar á silkirækt. Eftir fermingu sína var Tietgen komið fyrir í búð hjá kaup- manni nokkrum í Óðinsvé. Dvaldi hann þar í nokkur ár og fór svo tvítugur að aldri til Manchester á Englandi, er þá var í miklum uppgangi. Nain hann þar til fullnustu vefnaðarkaupskap og varð fyrir miklum og öflúgum áhrif- um af verzlunar- og viðskiftalifi Englendinga. Hann gerð1 sér mikið far um að afla sér verklegrar og bóklegrar þekkingar í öllu, er laut að kaupskap og viðskiftum, og lagði jafnvel stund á latínu til þess að verða ekki eftir- bátur mentaðra enskra kaupmanna í þeirri grein. Honum skildist skjótt, hvílíkt djúp var staðfest milli framtaks- seminnar á Englandi og framfaratregðunnar í Danmörku. A hinn bóginn gafst honum færi á að ganga úr skugga um, að greið peningaviðskifti, auknar samgöngur og góð samgöngufæri eru nauðsynleg skilyrði verklegrar fram- sóknar og tímanlegrar hagsældar nú á dðgum, og að hver sú þjóð, er lætur sig- mál þessi litlu skifta, væri að sjálfsögðu dauðadæmd í samkeppnisbaráttu þjóðanna. Skömmu eftir komu sína til Englands varð Tietgen erindreki enskrar stórverzlunar og ferðaðist síðan í nokk- (25) [a

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.