Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 40
verzlunarstjettar, forseti stórkaupmannafélagsins og hafði á hendi yfirstjórn fjölda félaga. Hann var hafinn til æztu metorða og Iilaut ótal orður og nafnbætur bæði utanlands og innan. Árið 1874 hafði Tietgen keypt af ríkinu Frið- riks eða Marmarakirkjuna, er var byrjað að reisa á dög- um Friðriks konungs V., en vegna fjárþröngar ríkisins haf'ði lnin legið nokkra mannsaldra í lamasessi og engin líkindi til, að hún yrði nokkru sinni fullger. Jafnvel holl- vinir Tietgens töldu, að hann hefði þar reist sér hurðar- ás um öxl og kváðu hann hafa getað varið fé sínu betur. En 20 árum síðar var kirkjan fullger. Er hún mikið hús og veglegt, og því nær eins dæmi, að nokkur einn maður færist slikt stórvirki í fang og leysi það vel og hamingju- samlega af hendi. Kirkjusmíð þessi var smiðshöggið á æfistarfi Tietgens, því að ári seinna kendi hann krank- leika þess, er varð bauamein hans 6 árum síðar. Hann varð að láta af störfum sínum og sýslunum og halda kyrru fyrir. Yar það eðlilegt, að honum félli stundum þungt að sitja aðgerðarlaus og finna til þess hversu starfs- þolið og lífið f'ór síþverrandi. En þó mun guðrækni hans, er fór í vöxt með árunum, og endurminningin um það, að hann haf'ði setið í öndvegissess lífsins og starfað að heill og framförum lands og þjóðar meðan honum vanst lieilsa til, hafa einlægt við og við kastað bjarma á hin sið- ustu æfiár hans. Tietgen var meðalmaður á hæð og grannvaxinn. Yfir- bragðið alvörugefið og einarðlegt. Augun voru snör og hvöss og augnaráðið nístingskalt. Á yngri árum var hann fjörmaður og gleðimaður, en heilabrotin og áhyggjurnar mörkuðu andlitsfall hans á fullorðinsárunum, svo að and- litið var hversdagslega likast því sem það væri höggið úr steini. Að andans yfirburðum bar hann langt af öllum stéttarbræðrum sínum. Gáfurnar voru íjölhæfar, skilning. urinn eins og leiftur, minnið frábært og viljaþrekið og starfsþolið óviðjafnanlegt. Enda varð það orðtak lians: „Erviðleikarnir eru til þess gerðir, að vér yfirstígum þá“. Tietgen átti því nær alla æfi miklu láni að f'agna, en þó

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.