Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 38
staka framtakssemi og fyrirhyggju Tietgens ogmeðstjórn-
enda hans. Arið 1866 kom liann þremur stærstu skips-
eigendum og útgerðarmönnum Dana til þess að steypa
saman útgerð sinni og stofna „Hið sameinaða gufuskipa-
félag“. Félagið gafst vel og varð arðsamt hluthöfum.
Hefir það síðan eflst og aukist og á nú 126 gufuskip auk
nokkurra smærri báta. Höfuðstóll telagsins er 18 miljón-
ir króna og 2800 manns eru í þjónustu þess. Á árunum
1868 — 70 setti Tietgen á stofn nokkur ritsímafélög. Síð-
an steypti liann þeim öllum saman í „Norræna ritsímafé-
lagið mikla“, sem er ef til vill eitthvert hið mesta afrek
hans. Fyrstu árin átti félagið að stríða við mikla ervið-
leika og samkeppni bæði hér í álfu og einkum í Austur-
Asíu, og um tíma virtist það varla geta borið sig. En
staðfestu og viturleik Tietgens tókst að yfirstíga örðug-
leikana og nú er félagið orðið bæði mikið og auðugt og
hlutábréf þess eru hvervetna í háu verði. Árin 1871 — 74 setti
Tietgen enn á stofn ýms hlutafélög svo sem skipsmíða-
stöð þá og vélagerð, sem kend er við Burnieister og Wain.
Hafa þar verið smiðuð um 200 skipa og mesti fjöldavéla.
Árið um kring hafa 2—3000 manna þar fasta atvinnu og
verkalaun þau, er félagið greiðir á ári hverju nema 2 mil-
jónum króna. Enn fremur má telja björgunarfélag Svvitz-
ers. Hefir það bjargað mörgum skipum og tekið þau út
af grynningum og boðum og getið sér góðan orðstír utan
lands og innan. Loks má nefna „Sykurverksmiðjurnar
dönsku“, er hafa haft mikil og heillarík áhrif á land-
húnað Dana, og ölgerðarfélag það, sem kennt er við Tu-
horg. Um sömu mundir gekkst Tietgen fyrir lagning
nokkurra járnbrauta og lét sér einkar umhugað um að
koma meira stórborgarsniði á Kaupmannahöfn með því að
konm þar á sporvagnssamgöngum og stofna húsgerðar-
félag, sem hefir látið reisa mörg nýtízku hús.
Miliarðar þeir, er Frakkar höfðu orðið að gjalda
Þj óðverj um í herkostnað eftir styrjöldina 1870—71
hleyptu nýju fjöri í öll viðskifti á Þýzkalandi og þaðan
færðist gullstraumurinn til annara landa. En um 1874
(28)