Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 81
Hið háa kaup á þilskipum dregur svo mikinrt
vmnukraft frá landbúnaðinum, að til vandræða horfir.
Með framförum fyrir skipaútveginn, má telja það,,
að nú er verið að byggja í Reykjavík áliöld, til að draga
skipin á land, þegar gjöra þarf við þau. Áður var stofn-
að (1895) ábyrgðaríelag fyrir þilskip við Faxaflóa sem nú
ábyrgist 50 skip og á nú í sjóði 34,000 kr., hefur hann þó
bætt að fullu eitt skip, sem týndist og stórskaða á
þremur skipuiji sem strönduðu. Færri mundu skipin vera
við Faxaflúa, hefði það félag eigi verið stofnað, þvx fyx-ir
það, að ábyrgð fæst á skipunum, hafa efnalitlir mennget--
að fengið lán til skipakaupa, sem annars enga ti'yggingu
gátu sett.
Talsvei-t hefur það einnig stutt skipa útveginn, að Is-
húsið í Reykjavík hefur geymt frosna síld til beitu allan
vetui'inn, og' að annað félag myndaðist, sem veiðir síld á
sumrin með reknetum út á hafi, og flytur hana svo nýja
til geymslu i íshúsið. Fyrir þessi 3 félög eru mörg þús-
und skpp. af fiski komin á land. Tr. G.
Smælki.
Heimskan sigi'ar vanalega, af því hún hefur meiri
hluta manna með sér.
* * *
Lestirnir festa fljótast rcetur, þxxr sem jai'ðvegurinn er
laus.
* * *
Sumir eyða allri sinni elsku í tilhugalifinu, svo þeir
eiga ekkert eftir til giftingaráranna.
*
* *
Sá sem er áncegður er rtkur, en sá sem er óáncegð-
ur er fátækur.
*
* *
Sá sem gerir skyldu sína við ættjörð sína á þakklæti
skilið, en sá sem cleyr fyi'ir hana, deyr aldrei.
* , *
(71)