Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 98
Hann: „Það er undarlegt, að þú vilt œtíð hafa sein■
asta orðið, þegar við erum að þrœtast11.
Frúin: „Alténd ertu eins ósanngjarn, hvernig á ég
að vita hvenær þú ætlar ekki að segja meira“.
*
* *
(Einsiimul á skemtisiglingu).
Hann: „Hverju munduð þér svara, ef ég bæði yður
að sigla með mér eins lengi og við lifum bæði ?“
Hún: „Já, ef ég má altaf sitja við stýrið“.
*
* *
Bóndi: „Sælar verið þér, jómfrú góð. Nú er langt
siðan við höfum sést“.
Hún (hrokafull): „Eg er ekki jómfrú, ég er fröken.
*
* *
Gesturinn: „Það er langt síðan ég hef séð yður,
jómfrúu.
Hún: „Eg er nú ekki kölluð jómfrú lengur, — ég
-er gift kona“.
Gesturinn: „Gift? Hvað segið þér ? — nú er ég
hissa! 'Hverjum skyldi hafa dottið þetta í hug fyrir 10
árum“.
*
* *
l.strákur: „Hvað viltu vera að steyta túlann, þú ó-
hræsið þitt, sem ert föðurlaus“.
S.strákur: „Hafðu þig hægan, jeg á kannske/íem
feður en þú, bjálfinn þinn“.
*
* *
Þingmaðurinn A: „Hvenær ætlið þér að fara að
tala, þjer hafið ekki opnað yðar munn ennþá?“
Þingmaðwrinn B: „Jú! það hef jeg reyndar gert
eins opt og þjer, því jeg geispa altaf meðan þjer eruð
að tala“.
Tr. G.
(88)