Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 39
fóru gullstraumarnir að tvístrast og grynnast, og aí' því
leiddi af'tur deyf'ð i verzlun og viðskií’tum. Tietgen þurfti
því oft að taka á allri forsjá sinni og fyrirhyggju til þess
að halda uppi félögum þeim, er hann hafði stofnsett. Fór
honum það yfirleitt vel úr hendi, þótt við marga örðug-
leika vœri að etja, og má af’ því bæði marka dugnað
hans og ekki síður hitt, hversu lifvænleg flest hin nýju
hlutafélög voru. Kom honum það oft í góðar þax-fir að
hann var bankastjóri, því að margt blakið bar liann af'
börnum sínum, hinum nýstof’nuðu hlutafélðgum, með því
að veita þeim hanklán, er þeim lá á. Stórkaupmenn þeir
og auðmenn, er höfðu verið f'römuðir og' styrktarmenn
þessara fyrirtækja reyndust líka Tietgen og hlutafelögunum
prýðis vel, þegar einhver hætta var á ferðum. Aldrei
haf'a þeir heldur, það vér vitnm, fundið Tietgen það tii
foráttu, að hann væri að vasast í mörgu, og sama máii
gegnii' um flesta hina hyggnari rnenn. Þeir sáu sem var,
að hann var að vinna f'yrir allt þjóðfélagið og almennings-
heillina og að hann bæði vildi og gat færst meira í fang
og af’kastað meiru en aðrir menn.
Eftir 1880 gengu nokkur góð ár yfir löndin og verzl-
unar- og viðskiftahorfurnar bötnuðu af'tur. Tietgen tók
þá aftur til óspiltra mála og hleypti ýmsum merkilegum
hlutafélögum af' stokkunum, svo sem guf’uskipafélaginu
(Þingvalla’, er rann seinna samaix við (sameinaða gufu-
skipafélagið’, Faksekalknámum, hinum sameinuðu vínanda-
verksmiðjum, talsímafélaginu i Kaupmannahöfn, samein-
uða ölgerðurfélögunum o. s. fx-v. Þá var það og að Tiet-
gen var allríkt í liuga að koma á ritsíma til íslunds.
Kornst hann urn það leyti svo að orði við merkan ogmik-
ilsvirtan Islending, að ritsíminn til Islands ætti að vera
minnnisvarði sinn. Haf'ði hann nokkru áður ferðast víða
um lönd og leitað undirtekta erlendra ríkja. En þær voru
svo dauf'ar einkum hjá Englendingum og Frökkum, að
málið f’órst fyrir.
Um 1890 stóð hagur og vegur Tietgens með mestum
blóma. Hann var sjálfkjörinn leiðtogi hinnar dönsku
'(29)