Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 90
Ekki Ytit af raun fyrr en reynir.
Ekki verður berið, ef engin er vísirinn.
Einn plægir, annar sáir, en hvorugur veit hver hlýtur.
Eldurinn er þarí'ur þjónn, en hættulegur herra.
Endir skyldi í upphafi skoða.
Enginn vinnur nema vogi.
Engum að trúa ekki er gott, en öllum hálfu verra.
Erja má jörð ef ávöxt skal bera.
Fáa á volaður vini.
Fáir kunna eitt barn að eiga.
Fáum þykir reiði sín ranglát.
Fátækan vantar margt, en ógjarnan alt.
Fátæks manns festi hefur marga hlekki.
Fé f'rekar hug, fátækt mínkar dug.
Fénast farandi, sveltur sitjandi.
Flas og slys eru förunautar.
Fleira er sárt, en á sjálfum liggur.
Fleira veit sá fleira reynir.
Fleiri verða til að aumka en hæta annara skaða.
Flest er í neyðinni nýtandi.
Flest er til fjárins unnið.
Framsýni skyfdi í fordyrum standa.
Framsýni er betri flýti og styrk.
Fremd er eigi að fella þann, sem fætur hefir enga.
Frelsi er fé betra.
Frægur verður sjaldan sá fávísi.
Fullur veit eigi hvar svangur sítur.
Fús er dárinn í fárin.
Fylgja skal landssið, flýja land ella.
Fyrir dvöl fargar bóndinn sinni kú.
Fyrir sannindum á vaninn að víkja.
Fyrr lægir ljós en lokað er degi.
Fyrr skriður fugl úr eggi en fleygur sé.
Fyrr skulu menn fá sér brauð, en brúður.
Færri deyða last en lif'ga það.
Færri mundu ilt tala, ef' f'ævri vildu heyra.
Fögur er sjóhröktum folc.
(80)