Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 64
lands lika, þött eigi hafi ég heyrt það nefnt. Jens And- reasson bóndi í Dal œtlar að sélja gufuvél í eina aí’ beztu skútum sínum. Hann ætlar að liafa 8 Færeyinga og 8 Flandrara á henni, og eiga Flandrararnir að kenna Færeyingum sildarveiði og beztu verkun á síld. Lögþing Færeyja hefir mælt með því, að Jens í Dal væri styrktur til þessa úr ríkissjöði, ef hann legði 20,000 kr. sjálfur í fyrirtækið þegar á fyrsta ári. Færeyingar eru fimm sinnum iærri en Islendingar; þeir lifa á landbúnaði og sjávarútveg eins og Islendingar. Island er miklu betra til landbúnaðar en Færeyjar, sjör- in er fiskisælli við íslands en Færeyjar, svo Færeyingar sækja mestan fisk sinn úr sjó við strendur íslands. Hvernig stendur á því að Færeyingar geta alt þetta? munu margir íslendingar spyrja; ekki eiga þeir neinn banka til þess að hlaupa í og fá lán. Svarið er augljóst og alt er mál þetta einfalt. Það er af þvi að verslun Fœreyinga er i réttu lagi og af þvi að þeir altnennt hafa lœrt að fara vel með fé sitt. Hve nær sem Færeyingar draga fisk úr sjö, fá þeir pen- ing fyrir hann. Selji þeir kaupmanni kind, ull, smjör eða tólg eða eitthvað annað, fá þeir peninga fyrir. Þegar þeir þurf'a að kaupa eitthvað, kaupa þeir það einnig fyrir peninga hjá þeirn kaupmanni, sem bezt er að kaupa þá og þá vörutegund. Þá er Færeyingar þurfa eigi að halda á peningum sínum, er þeir f'á fyrir afla sinn, leggja þeir þá í sparisjóði á meðun. 011 þessi verzlunaraðferð hefur kenntFæreyingumað vera sparsamir og fara vel með fésitt; þess vegna eru þeir alment orðnir efnamenn, og þeir sýna það í verkinu, að þeir vita að tíminn er peningar. Þá er Færeyingar fengu verzlunarfrelsi ári síðar en íslendingar (snr, Almanak Þjöðvinafélagsins í f'yrra bls. 70 — 77), gerðist verzlun þeirra innlend. Bændur tóku sig þá saman og' stofnsettu sjálfir , verzlun í Þörshöfn, sem þeir eiga enn, og gef’ur þeim göðan ágöða á hveiju ári (venjulega 6°/0). Kaupmenn sáu brátt að þeim var það .. fýrir beztu að afnema gömlu vörusleiftaverslunina, sem (54)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.