Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 88
að á eftírmjöltum, lireitun (Hegelunds aðferð): Höndum
er tekið utan um framspenana og þeim lyft upp, svo þær
um leið grípa utan um neðri hluta júgursins, þrýstist þá
mjólkin niður í mjólkurhólfið og niður um spenann. Þeg-
ar á þennan hált er búið með framkirtlana, eru þessi
handtök endurtekin þrisvar á hverjum júgurkirtli.
Báðum hægri kirtlunum er þrýst hverjum á móti öðr-
um þannig, að tekið er um aftari kirtilinn með vinstri
hendi og framkirtilinn framanverðan með hægri hendi,
þeim þrýst saman og lypt upp um leið. Hendurnar eru
látnar síga niður til að þrísta út um spenann þeirri mjólk,
sem sígur niður í júgrið. Þessi handtök eru endurtekin
3 sinnum. A sama hátt eru handtökin höfð við vinstri
júgurkirtlana. Því næst er hægri kirtlunum þrýst saman
á hlið 3 sinnum og þeim vinstri sömuleiðis. Þessi hand-
tök eru þannig löguð, að þau verða ekki skýrð. Það eru
vandasömustu handtökin.
Að þessu búnu er tekið utanum framspenana, hend-
inni haldið opinni að ofan og þannig þrýst upp undir
júgrið dálítið þétt. I þriðja hvert skipti sem hendinni
þannig er þrýst á kirtilinn er mjólkin, sem við það hefur
safnast, mjólkuð niður um spenann. Þegar framspenarnir
eru tæmdir, er eins farið með þá aftari. Er þá mjöltin
húin. Þessi hreitun tekur ekki lengri tíma en 1 — íl/2
mínútu fyrir æfðan mann.
An verklegra æfinga getur enginn lært þessa mjalta-
aðferð. Þetta, sem hér er sagt, gefur að eins hugmynd
um hana. Sig. Þórólfsson.
Málshættir.
Að sínu hyggja flestir fyrst.
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Af óskum eru flestir jafn ríkir.
Aldrei augu leyna, ef ann kona manni.
Aldrei er gott oflaunað, nema með illu.
Aldrei er svo brot bætt, að betra sé eigi heilt.
(78)