Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 68
leyti. Hefir þó verzlun Pjóðverja aukist margfald-
lega út um öll lönd og er pað ærið eitt til tjand-
skapar Breta gegn frændum sínum. Stórhug þjóðar-
innar hefir hann jafnan viljað glæða með orðum
sínum og athöfnum og þá margt orð hrotið, sem
eigi hefir þótt gætilegt og virt hefir verið til fjand-
skapar og mikillætis af annara þjóða mönnum.
Keisarinn hefir jafnan haft gaman af ferðalögum,
og var því stundum fyrrum kallaður »ferðakeisar-
inn«. Á hverju sumri hefir hann farið til Noregs á
skipum sínum og unir hvergi betur en þar í Fjörð-
um, á ættslóðum vor íslendinga. Hefir hann reisa
látið líkneski mikið af Friðþjófi frækna á Framnesi
í Sogni, er hann hefir gefið Norðmönnum í vináttu
skyni.
Sven Hedin, hinn nafnkunni landkönnuður, lýsir
keisaranum í bók þeirri, er hann hefir nýsamið u»
för sína til vestri vígstöðvanna og hann kallar: y>hran
fronten i váster«. Bar þá saman fundum þeirra í
Luxemburg. Nú með því, að Islendingum berstmeir
til eyrna last um keisarann en lof, þá hallast ekki á,
þótt hér sé flutt í ágripi lýsing Hedins á honum:
Hann er meðalmaður á hæð og þreklegur, at-
sópsmikill svo að auðfundið er, að þar fer mikil-
menni. Hermannlegur er hann, svo sem ímynd
karlmensku, einbeitni og hreinskilni. Um hann
hvarfla hugir alþjóða. Sumir bera til hans ástarhug,
óbrigðult traust og aðdáun, aðrir ótta, hatur og fyrir-
litning. Fyrirætlanir hans eru tortrygðar, orð hans
rengd og rangfærð og athafnir virðar til afbrota. —
Hann er enginn ofrembingur að skarti eða i fram-
göngu, heldur klæddur látlausum herforingjabúningi.
En hann. er hrífandi, viðfeldinn og vinsamtegur at-
kvæðamaður.' Hvass skilningur og Ijós framsetning
bera vitni’ úm athygli og listfengi, spaklegar orð-
ræður um stjórnkænsku, einarðleg framganga, at,-
kvæðalegíjf hreyfingar og snjallar lýsingar á vopna-
(2)»