Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 70
sínu til gagns og gengis. Helzti eiginleiki hans er
að vera maður og í sinni dynjandi atorku auðmjúkur
fyrir drotni«.
Fraiias Joseph I. Austurríkiskeisari og
konungur' Ungverjalands heflr lengst ráðið rikjuni
allra þeirra jarðardrotna, sem nú eru uppi, enda er
hann allra þeirra elztur. Saga hans og ríkja þeirra,
er hann hefir ráðið, heflr verið roikil og margbrotin
og verður hér á fæst drepið. — Hann er fæddur 18.
ágúst 1830 og vóru foreldrar hans Franz Karl erki-
hertogi (d. 8. marz 1878) og Sophie konungsdóttir úr
Bæjaralandi. Franz Joseph tók við rikjum 2. des. 1848.
Vóru þá frelsishreyfingar miklar í álfunni, uppreisnir
víða og bardagar. Urðu ýmsir landsdrotnar valtir í
sessi. Pá varö uppreisn í Ungverjalandi. Ferdinand
Austurríkiskeisari, föðurbróðir Franz Josephs, sá
þann kost vænstan, að veltast úr keisaradómi, en
Franz Karl afsalaði sér ríkiserfðum. Bar völdin þá
undir Franz Joseph. Árið 1853 veitti Napóleon III.
Norður-ítölum liö gegn Austurrikiskeisara. Lutu
Austurríkismenn í lægra haldi í orustum við Magenta
og Solfernino. Var friður saminn í Ziirich um haustið
(10. nóv.) og varð Franz Joseph að láta af hendi
Langbarðaland. Fimm árum síðar tók Austurríki
þátt í ófriðnum við Dani og eignaðist hertogadæmin,
er af þeim vóru tekin, til móts við Prússa. En sú
sameign stóð eigi lengi, því að 1866 hófst ófriður
milli ríkjanna um yfirráðin í »Pýzka sambandinu#.
Prússar gjörsigruðu Austurríkismenn við Königsgrats
í Bæheimi og var friður saminn skömmu síðar í
Prag. Franz Joseph slepti öllu tilkalli til hertoga-
dæmanna, »Pýzka sambandið« var leyst upp og Aust-
urríki hætti afskiftum og forræði meðal þýzku rikj-
anna. Ári siðar var reynt að ráða fram úr fornri
misklíð innan ríkis með því að skifta löndum keis-
ara i tvent: Konungsríkið Ungverjaland og keisara-
(4)