Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 74
öeorgf V. konungur Stóra-Bretlands og Irlands
og keisari yfir Indlandi er fæddur í Lundúnum 3.
júní 1865, sonur Edvards konungs VII. og Alexöndru
drotningar, elztu dóttur Kristjáns IX. Danakonungs.
Georg konungur tók ríki aö föður sínum látnum 6.
maí 1910. Hann er kvæntur Maríu frá Teck í Svafa-
landi (Schwaben) dóttur Franz fursta. Elsti sonur
þeirra er Edvard Albert prinz af Wales.
Georg konungur gekk í sjóherinn á unga aldri;
bar undir hann rikiserfðir 14. jan. 1892, er eldri
bróðir hans lézt. Um aldamótin ferðaðist hann til
Eyjaálfu. Hann var krýndur í Westminster 22. jún*
1911 með hinni mestu dýrð og viðhöfn. Siðan fór
hann til Indlands ásamt drotningu sinni og var par
dýrlega fagnað, enda var förin mjög farin til pess að
tryggja hollustu indverskra höfðingja. Mest vóru
hátíðahöldin í Dehli, sem pá var ger höfuðborg
Indlands.
Konungur er mjög líkur ásýndum Nikulási
Rússakeisara, systrungi sínum, en hugpekkari á svip-
Skaplyndi hans og hæflleikar hafa ekki komið svo í
ljós, að margt verði frá sagt, enda gætir konungs lítt
um almenn mál i svo stjórnfrjálsu þingræðislandi
sem Bretland er.
Ætbert Belgíukonungur er fæddur 2. aprílmán.
1875 í Brússel. Vóru foreldrar hans Filippus greifi
af Flandri, son Leopolds I. Belgakonungs og bróðir
Leopolds konungs annars, og María dóttir Karls
Antons fursta af Holienzollern-Sigmaringen. Er kon-
ungurinn pví af pýzku bergi brotinn og kvæntur
(1900) Elisabeth hertogainnu að Bæjaralandi. Hann
tók við ríki eftir Leopold II. föðurbróður sinn 17.
desembermán. 1909.
Albert konungur er nú fertugur að aldri og hefir
verið næsta ókunnur utan lands síns þangað til styrj-
öldin mikla hófst i fyrra. En pá beindist 'athygli
(8)