Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Side 80
1914, sakir hinnar miklu sundrungar út af sjálfstjórn
íra, eða Ulster-deilunni, sem vafalaust hefði leitt til
borgarastyrjaldar, ef Norðurálfu-ófriðurinn hefði þá
ekki komið í opna skjöldu. En pá skarst French
ekki úr leik; var honum fengin forusta brezka hers-
ins, er sendur var til Frakklands. Varð hann Frökk-
um par aö hinu raesta trausti. Herstjórnin hefir
farið honum vel úr hendi og samvinnan við JoíFre
verið hin bezta. Rej'ndar hefir stjórn hans mest
komið fram í prálátri og þolgóðri vörn, en ekki í
hamramri sókn, enda er hann gætinn og varkár, en
á hinn bóginn þolgóður og eljusamur.
French hefir sama viðmót við lága sem háa, og
er mjög vinsæll af sínum mönnum, pví að þeir
finna, að hann lætur sér mjög ant um pá. Hann er
góðmannlegur og viðfeldinn. Hann hefir lagt mikla
stund á bókmentir pær, sem að hernaði lúta, og tel-
ur pað brýna nauðsyn hverjum herforingja. Er sagt,
að hann muni hafa lesið hverja þá bók, er út hefir
komið um hermálefni prjá síðustu áratugi. Alla ævi
hefir hann haft mestu mætur á sögu Napóleons
mikla og lesið öll verk um hann, sem út hafa komið
á höfuðtungum álfunnar og nokkurt mark er að.
stórfursiti yfirforingi Rússahers,
er i heiminn borinn árið 1858, sonur Alexanders II.
Rússakeisara og pví föðurbróðir Nikulásar keisara.
Hann hefir gefið sig við hermálum frá barnæsku;
var fyrrum formaður landvarna-ráðsins, siðan for-
ingi riddaraliðsins og yfirmaður setuliðsins i St.
Pétursborg, (er Rússar kalla nú Petrograd, eða Pét-
ursgarð á vora tungu), og par hefir hann aðsetur sitt.
í Rússlandi eru stórfurstanum eignaðar umbætur
þær, sem orðið hafa á her Rússa síðan ófriðnum
iauk við Japana. Er sagt, að hann hafi sótt svo fast
umbæturnar og komið svo miklu til leiðar, að keis-
(14))