Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 91
Dagbók ófriöarins mikla.
Aðalyfirlit yfir stríðið frá byrjun til ársloka, er í
stuttu máli þetta:
í byrjun ófriðarins óðu Pjóðverjar yfir alla Belgiu
°g brutu alla viðstöðu á bak aftur. Eru sagðar marg-
ar ófagrar sögur af harðneskju þeirra við þjóðina, —
einnig i þýzkum blöðum. í blöðum óvina þeirra eru
þaer auövitað orðum auknar.
Ur Belgíu ruddist þýzki lierinn vestur um Norður-
Frakkland, alt að Signu, og hrakti Bandaherinn á
undan sér. Skamt frá París stöðvaðist framsóknin
°g treystust Þjóðv. ekki að setjast um borgina. Hélt
þerinn þá undan austur fj7rir Aisnefljótið (framb. en-)
°g teygði úr sér alla leið norður að sjó. Heldur
t'ann enn stórri sneið af Austur-Frakklandi og nærri
Því allri Belgiu. Hefir svo staðið til áramóta.
Ofriðarstöðvarnar að vestan eru um áramót í
þessari línu: Neuporl (í Belgíu, við sjó) austan við
Ypres, vestan við Lille, (i Frakkl.), austan við Arras
austan við Amiens, austan við Reims, austan við
Verdun, austan við Nancy og þaðan beint suður að
landamærum Svisslands.
Á eystri ófriðarstöðvunum hefir Rússum veitt
betur i viðureigninni við Austurríkismenn; höfðu
þeir um áramótin mestan hluta Galisíu á valdi sínu,
°g var barist aðallega um Karpatafjöllin. Rússar
uáðu Lemberg snemma í ófriðnum og settust um
Pezemysl. Um áramót höfðu þeir ekki náð að setjast
um Kraká. Austurríkismenn virðast mjög að þrotum
komnir.
Á milli Rússa og Pjóðverja hefir gengið á ýmsu.
Rússar komust snemma inn í Austur-Prússland, en
voru hraktir þaðan aftur. Svo börðu þeir á Pjóð-
verjum við ána Niemen (á landamærum) og hafa síð-
an haft talsverða fótfestu í Austur-Prússlandi. Aftur
(25)