Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 96
og Weichsel í Póllandi. Rússar láta mikið af vígs-
gengi sínu.
Nóv. 26. Brezkt herskip »Buhvark« springur í loft upp.
Fátt manna bjargast. Sprengingin ekki talin af
óvinavöldum.
— 27. Pjóðv. skjóta í annað sinn á dómkirkjuna í
Reims. Flotamálaráðherrann lýsir pví yfir í brezka
þinginu, að í árslok 1915 muni flotinn aukinn uœ
15 ný orustuskip (»Dreadnoughts«).
— 28. Rússar sækja mjög fram við Kraká.
Des. 2. Austurríkismenn taka Belgrad.
— 5. Uppreisnin í S.-Afríku talin bæld niður að fullu.
— 6. Pýzkur kafbátur kemur skemdur til Esbjerg
á Jótlandi. Er tekinn til fanga og afvopnaður.
Páfinn reynir að koma á vopnahlé um jólin.
— 7. Pjóðv. hrekja Rússa við Lodz í Póllandi. UpP'
reisnarforinginn Beyer í Suður-Afríku skotinn á
sundi yfir á. Var á flótta.
— 8. Sjóorusta við Falklandseyjar. Bretar vinna
sigur. Pjóðv. missa tvö stór herskip, »Scharn-
horst«, með admiral Spee greifa og allri áhöfn, og
»Gneisenau«, og eitt minna, »Leipzig«. Brezku
skipin sakar lítið. Tvö skip Pjóðv. flýja og eru
elt, »Niirnberg« og »Dresden«. »Núrnberg« sekk-
ur daginn eftir, en »Dresden« sleppur. Rússar
lýsa miklum sigri í Galisíu.
— 9. Serbar hrekja Austurríkismenn og taka af þeim
borgina Valievo í Serbíu.
— 11. Frakkar vinna á í Elsass. Serbar reka Aust-
urríkismenn meira og meira af höndum sér.
— 13. Brezkur kafbátur sökkvir tyrknesku herskipi
í Dardanellasundi.
— 14. Serbar reka Austurríkismenn úr Belgrad og
endurvinna höfuðborgina.
— 16. Pýzk herskip skjóta sprengikúlum á þrjá
bæi á austurströnd Englands, Hartlepool, Scar-
borough og Whitby, særa og deyða margt manna
(30)