Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 112
Arbók útlanda 1914,
Ilelstu atburðir að fráskildu stríðinu.
Jan. 13. Hefst verkfall mikið í Suður-Afríku. Helztu
leiðtogar verkf. eru seinna sendirtil Engl. nauðugir.
— 16. Brezkur kaíbátur ferst með 12 mönnum.
Febr. 24. Calmette, ritstj. franska blaðsins »La Figaro«,
skotinn í skrifstofu sinni í Paris. Morðið framdi
frú Caillaux, kona fyrv. ráðuneytisforseta.
I p. m. neituðu enskir herforingjar að fara með her
á hendur stjórnarandst. í Ulster á írlandi. Urðu út
af pví ráðherraskifti og ýms vandræði i stjórn Bretl.
Marz 30. Mannskaðaveður mikið við New-Foundland.
224 menn farast.
Apríl 1. Flotadeild frá Bandaríkjunum tekur hafnar-
bæinn Yera Cruz í Mexíkó. 200 manns falla.
Maí 1. Atkv.konur gera aðsúg að konungsh. í London.
— 21. Heimastj.frv. írlands samp. til fullnaðar í neðri
málstofu brezka þingsins. — S. d.: Stórt fólksfl.skip,
»Empress of Ireland«, rekst á norskt kolask. i
mynni Lawrencefljótsins og sekkur. 1044 m. farast.
Júni 24. Huerta lætur af hendi völd í Mexikó.
— 28. Franz Ferdinand, keisarefni Austurríkismanna
og kona hans myrt á götu í Saraiyevo í Bosníu.
Yerður opinbera orsökin til ófriðarins mikla.
Júlí 24. Frú Caillaux sýknuð eftir langa málsprófun.
— 28. Jaurez, franskur jafnaðarm.foringi og friðar-
postuli, myrtur i París.
Ág. 8. Píus páfl X. andast í Rómaborg.
— 19. Ráðuneytisskifti á Frakklandi. Viviani verður
forsætisráðherra.
Scpt. 7. Della Chiessa, kardináli, kosinn páfi. Tekur
sér nafnið Benedikt XV.
— 10. Heimastj.frv. íra verður að lögum, en framkv.
laganna er frestað þar til stríðið sé á enda.
Okt. 6. Karl 1. Rúmeníukonungur andast. Ferdínand
sonur hans tekur konungdóm.
— 19. Rússakeisari bannar alla sölu áfengra drykkja
á ríkiskostnað (áður einokun).
(46)
G. M.