Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 167
ingin, sem ver líli sínu nú til þess aö hjálpa særö-
um og deyjandi mönnum úr hernum.
Eiginhandar undirskrift og innsigli fulltrúa stór-
veldanna er fremst og efst á myndinni. Efstur og
fyrstur er Palmerston fyrir hönd Englands, þá Senf/l
fyrir Austurriki, Sebastiani fyrir fyrir Frakkland
Billow fyrir Pýzkaland og Pozzo de Borgo fyrir
Ítalíu. En fyrir hönd Belgíu skrifar á þverband efst
de Weger.
Hlutleysissamningurinn var undirskrifaður árið
1839, og 7. gr. hans hljóðar þannig: »Belgía skal innan
landamerkja þeirra, sem ákveðin eruíl.—2.—3. grein,
vera óháð og hlutlaust riki um aldur og æfi. Belgía er
skyldug til að gæta hlutleysis gagnvart öllum rikjum«.
Svo virðist sem Belgía hafi fulltrygt hlutleysi sitt
nieð undirskrift og tryggingu fimm stórvelda að bak-
l'jalli. En næstliðið sumar í ágústmánuði sýndu
Þjóðverjar það, hvaða gildi slikir samningar hafa.
Er þetta ekki dálítil bending til skilnaðarmanna
h®r á landi, að óvarlegt sé að treysta á loforð eins
nkis um vernd og vörn, ef loforðið kemur í bága
við þarfir eða landagræðgi einhvers af stórveldunum.
Koniuigasamkonian í Málmey.
Efst á myndinni er landshöfðingjabústaðurinn i
Málmey. Neðan við eru eftir röð: Kristján X. kon-
Ur>gur Dana, Gustav konungur Svía og Hákon Noregs-
konungur.
I annari röð eru utanríkisráðherrarnir Scavenius
(Hana), Watenberg (Svía) og llilen (Norðmanna).
Báðhúsið og járnbrautin eru í neðstu röð.
Það þótti merkisviðburður fyrir Norðurlönd, þegar
onungar þriggja landanna héldu fund í tvo daga, 18.
°o 19. des. f. á. í bænum Málmey i Svíaríki við Eyrar-
sund. til þess að ræða um hag og framtíðarhorfur
j'kja sinna. Slíkur fundur þriggja konunga Norður-
anda hefir eigi verið haldinn síðan árið 1563.
(101)