Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Page 176
Á fundi var rætt um lagaákvæðið, að þegar menn
eða vagnar mætast á vegi eða götum, þá ætti að vikja
til vinstri handar. Gellur þá við einn fundarmaður-
inn og segir: wPetta ákvæði sýnist mér viðsjált,
því vegurinn slitnar þá altaf vinstra megin.
Pýzkur maður var á ferð í Svisslandi og spyr
fylgdarmann sinn: »Á hverju lifir fólkið hérna?«
Fglgdarmaðarinn: »Af því sem kgrnar mjólka á
veturna og ferðamenn á sumrin«.
Stúdentinn: »Eg hef ekki afráðið ennþá, hvort
eg læri tannlækningar eða eyrnalækningar«.
Faðirinn: »Tannlækningar eru gróðavænlegri, og
von um meiri atvinnu, því að allir menn hafa 32
tennur, en ekki nema 2 egnm.
Betlarinn: »Getur frúin gefið fátækum manni fá-
eina aura?
Frúin: »Fyrir mánuði síðan gaf eg þér pening,
þá sagðir þú, að þú værir blindur, en nú sérðu vel«.
Betlarinn: »Eg skal segja frúnni, að eg hefi hætt
við þá atvinnu, að vera blindur, því ýmsir, sem gáfu,
snuðuðu mig; þeir létu tölur og hnapphólf í hattinn
minn, í staðinn fyrir peninga«.
Léll bónorð.
Hann. Mætir á gangi kvenmanni, sem hann
þekkir og heilsar.
Hún: »Hvert eruð þér að fara núna«.
Hann: »Eg er að leita að konunni minni«.
Hún: »Konunni yðar? — eg vissi ekki, að þér
væruð giftur«.
Hann: »Eg hefi ekki sagt að eg œtli konu, eg sagði
að eg væri að leita að konu. Ef þér vilduð vera
konan mín, þá þyrfti eg ekki að leita lengur«.
Hún: »Pér þurfið ekki að fara lengra, því eg segi /««•
Samdægurs fóru þau til prests og giftust.
(110)