Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Qupperneq 23
PLÁNETCRNAR 193 íi.
Merkáríus er vanalega svo nærri sólu, aö hann sést eigi meö
berum augum. 13. janúar, 5. maí, 2. september og 27. dezember er
hann lengst í austurátt frá sólu og gengur þá hlutfallslega undir 2
stundum, 3‘/a stundu eftir sólarlag, rétt fyrir sólarlag og tæpum 2
stundum eftir sólarlag. 23. febrúar, 23. júní og 14. október er hann
lengst í vesturátt frá sólu og kemur þá hlutfallslega upp skömmu fyrir
sólaruppkomu, um sólaruppkomu og 2 stundum fyrir sólaruppkomu.
Venus er í ársbyrjun morgunstjarna og er lengst í vesturátt
frá sólu 4. febrúar og kemur þá upp 2l/» stundu fyrir sólaruppkomu.
10. september gengur hún bak við sólu á austurleið og er kvöld-
stjarna i árslokin. Venus skín skærast í ársbyrjun.
IVIars er i ársbyrjun i vatnsberamerki og reikar austur á bóg-
inn gegnum fiskamerkið, hrútsmerkið, nautsmerkið, tvíburamerkið,
krábbamerkið, ljónsmerkið, meyjarmerkið og inn í metaskálarnar,
þar sem hann er við árslok. 8. ágúst er Mars í sömu átt og sólin.
Hann er i hádegisstað (suðri): i ársbyrjun kl. 5 e. m., í byrjun april
kl. 3 e. m. og i árslok kl. ii f. m.
•Jtípíter er i ársbyrjun i metaskálamerkinu og færist austur á
bóginn. Snemma i mars snýr hann við og reikar vestur á bóginn.
í byrjun júlí snýr hann svo aftur við og reikar austur á við gegnum
sporðdrekamerkið og inn í höggormshaldarann; þar er hann við
árslokin. 5. mai er Júpiter gegnt sólu. Hann er i hádegisstað (suðri):
i ársbyrjun kl. S‘/2 f. m., i marsbyrjun kl. 5 f. m., í aprilbyrjun kl.
3 f. m., í byrjun september kl. 4*/* e. m. og i árslok kl. liðlega 10 f. m.
SatúrnuH er allan ársins hring i meyjarmerkinu og reikar
fyrst austur á við, en frá lokum janúar og fram í miðjan júni reikar
hann vestur á bóginn, en úr því til ársloka austur á bóginn. 7. apríl
er Satúrnus gegnt sólu. Hann er i hádegisstað (suðri): í ársbyrjun kl.
7 f. m., i byrjun mars kl. 3 f. m., í byrjun maí kl. 11 e. m., i byrjun
september kl. 3 e. m., i byrjun dezember kl. 10 f. m. og í árslok kl.
8 f. m.
Úranus og Neptúnus sjást ekki með berum augum. Úranus
heldur sig alt árið i vatnsberamerkinu. Hann er 9. september gegnt
sólu og er þá um miðnæturskeið i hásuðri liðlega 19 stigum fyrir ofan
sjóndeildarhring Reykjavikur. Neptúnus er i ársbyrjun i krabbamerk-
inu og er þá á vesturleið, en snýr við seint i apríl og heldur austur
á við og er í árslok i ljónsmerkinu. 6. febrúar er hann gegnt sólu
og er þá um miðnæturskeið i hásuðri 42 stigum fyrir ofan sjóndeild-
arhringinn.