Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 30
og ýmsra brota af jafnaðarmannaflokknum og nú
kom tækifærið fyrir Briand. Hann gekk inn í hið
fyrsta ráðuneyti Clemenceaus 1906, sem mentamála-
ráðherra og fekk hann það hlutverk að koma lög-
unum um skilnað ríkis og kirkju í framkvæmd. Petta
var hið mesta vandaverk. Mikill hluti pjóðarinnar
reis öndverður gegn lögunum, og páfinn skoraði á
hana, að veita alla pá mótstöðu, er hún gæti. Um
hríð var útlit fyrir borgarastríð í Frakklandi, en Bri-
and sefaöi fólkið. Hann fór gætilega að öllu, heimt-
aði aðeins, að höfuðatriðum laganna yrði framfylgt,
en slakaði til í peim atriðum, er honum pótti minna
máli skifta. Pegar ríkið ætlaðí að taka kirkjubygg-
ingarnar, urðu á mörgum stöðum upphlaup. Til pess
að bæla pau niður, notaði Briand ekki hermenn,
heldur slökkvilið, og vatn í stað vopna.
Briand gat ekki átt lengi samleið með Clemenceau.
Þeir voru of skapmiklir menn og ráðríkir til pess
að gela unnið saman til lengdar. Árið 1909 klofnaði
ráðuneytið, Clemenceau vék úr völdum og Briand
varð eftirmaöur hans. Siðan hafa peir verið höfuð-
óvinir. Meðan Briand var stjórnarformaður gerðu
járnbrautarmenn á Frakklandi allsherjarverkfall. Hann
hafði áður talið verkföll réttmæt, en nú tók hann
harðri hendi á verkfallsmönnum. Hann taldi verk-
fallið háskalegt fyrir velferð föðurlandsins og kall-
aði alla járnbrautarmenn, sem á herskyldualdri voru,
til herpjónustu, og skipaði peim sem hermönnum að
vinna við járnbrautirnar. Peir urðu að hlýða, verkfall-
ið varð að engu, og Briand stóð sigri hrósandi.
Petta skildi hann til fulls við jafnaðarmenn, en
vegur hans óx mikið hjá mestum hluta pjóðarinnar
og síðan hefir hann átt sæti í flestum ráðaneytum á
Frakklandi og oft verið formaður peirra.
Hinir helstu stuðningsmenn hans og samherjar
hafa verið peir Millerand og Poincaré, sem báðir
hafa orðið forsetar franska lýðveldisins. Poincaré átti
(4)