Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 31
forsetakosningu sina 1913 Briand að þakka, og hið
fyrsta verk hans sem forseta var að gera Briand að
formanni ráðaneytisins. Áttu þeir báðir mikinn þát
i að koma friði á mílli Balkanríkjanna og studdu
þeir Serba gegn Búlgörum, sem þá voru farnir að
leita stuðnings hjá Austurríki.
Pegar heimsstyrjöldin hófst 1914, var Briand ekki
við völd, en skömmu síðar var hann þó kallaður í
ráðuneytið. Fyrst sem dómsmálaráðherra og síðan
sem stjórnarformaður og utanríkisráðherra.
Nú fekk Briand erfiðara starf en áður. Hersveitir
fióðverja virtust vera ósigrandi og sífelt sundurlyndi
var milli Bandamanna sjálfra. En nú sýndi Briand
hvílíkur sniilingur hann var í samningum. Lipurð
hans og kænsku er það fyrst og fremst þakkað, að
bandalagið fór ekki í mola 1916. Honum gekk vel að
vinna með Lloyd George, enda eru þeir að ýmsu
leyti svipaðir. Pó samdi þeim ekki um eitt mikils-
virðandi atriði. Briand vildi láta leggja miklu meiri
áherslu á hernaðinn á Balkanskaga og hann kom
Rúmeníu með í stríðið. Hann sagði, að ef Búlgaría
og Tyrkland yrðu sigruð, myndi það hafa svo mikil
siðferðisleg áhrif, að Austurríki myndi falla í mola
og þá yrði auðvelt að sigra Þjóðverja á eftir. Eng-
lendingar vildu ekki fallast á tiliögur hans, en reynsl-
an sýndi síðar hversu skoðanir hans voru réttar.
Ófriðurinn varð langvinnari en menn hugðu og eins
og vænta má, kendu margir franskir stjórnmálamenn
stjórninni um það. Clemenceau gamli safnaði öllum
hinum óánægðu þingmönnum undir sitt merki og
Briand varð að víkja úr völdum 1917 og Clemenceau
varð eftirmaður hans. Nú varð hljótt um hann um
hrið. Andstæðingar hans réðu öllu á Frakklandi og
hann kom hvergi nærri friðarsamningunum, en þegar
Poincaré fór úr forsetastóli kom Briand aftur fram
á leiksviðið og afstýrði því að Clemenceau yrði kos-
inn forseti franska lýðveldisíns. Sennilega er nú hin
(5)