Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 32
langa og harða barátta milli þessra tveggja stór-
menna enduð að fullu og öilu. Nokkuru síðar varð
Briand svo stjórnarformaður Frakklands í sjöunda
sinni. Clemenceau hafði látið arf eftir sig, þar sem
friðarsamningarnir voru, og nú varð það Briands
hlutskifti að koma þeim í framkvæmd. Pó hann virð-
ist hafa verið óánægður með þá í fyrstu, þá hefir
hann þó orðið að fylgja fram hinum hörðu kröfum
Frakka á hendur Þjóðverjum. Hann tók málstað Pól-
verja i Slesíumálinu, og talið er víst að hann hafl
að einhverju leyti verið i ráðum með Tyrkjum í bar-
áttu þeirra við Grikki. Af þessu hefir leitt mikla
óvild milli hans og Breta, og þó sambandið haldist
að nafninu til, þá sýnist nú vináttan milli Frakka og
Breta vera farin út um þúfur og jafnvel fjandskaþur
vera í aðsigi.
Framkoma Briands á fundinum í Washington sið-
astliðið haust bætti heldur ek.ki samkomulagið. Hann
neitaði að láta minka lierbúnað Frakklands á sjó og
landi, í sama hlutfalli og Iiinna stórþjóðanna. Pað
er svo að sjá að hann hafl ætlast til þess að Frakk-
land fengi forustuna i heimspólitíkinni, og öll önnur
lönd yrðu að lúta boði þess og banni.
Með þessu hefir franska þjóðin brent skip sín. Hún
stendur nú einangruð meðal stórþjóðanna, og þó
nokkur af hinum nýju ríkjum í álfunni fylgi þeim
að málum, þá er ekki þaðan mikils stuðnings að
vænta, ef í harðbakka slær.
Pessi stefna Briands og félaga hans er ofurskiljan-
leg. Franska þjóðin leið ótrúlegar hörmungar á stríðs-
árunum, og hún heimtar af leiðtogum sínum, að
slíkt komi aldrei fyrir aftur. Frakkar treysta illa
bandamönnum sínum og hata Pjóðverja og óttast þá
jafnframt. Peir álíta því að eina ráðið sé að hervæð-
ast og hafa nógu mikinn flota og her til þess að geta
barið á hvaða óvini, sem koma kann. Hér við bæt-
as svo gamlir stórveldisdraumar. Fjöldi merkra
(6)