Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 33
Frakka hefir þá skoðun, að franska þjóðin sé sjálf-
kjörin til þess að ganga i fararbroddi heimsmenn-
ingarinnar, og að hún eigi að drotna yfir öðrum
þjóðum.
Pað er áreiðanlegt, að nú sem stendur er ekki
hugsanleg önnur stjórnarstefna á Frakklandi, en sú
er Briand fylgir. Andi Clemenceaus svifur enn yfir
vötnunum. En eins er það víst að þjóðin er á háska-
legri braut, og nú reynir á snild Briands að koma
henni klakklaust gegnum ógöngurnar. Víst er það að
um þessar mundir nýtur hann meira trausts hjá
þjóðinni, en nokkur annar franskur stjórnmálamaður.
Briand er allra manna mælskastur. Ræður hans
eru bæði skemtilegar og sannfærandi. Hann er ekki
hámentaður maður eins og Clemenceau og Poincaré,
en hann hefir óviðjafnanlegt lag á að vinna aðra
menn á sitt mál, og er fyrst og fremst hagsýnn og
slunginn. Pað hefir verið sagt um hann, að hann
hafi aðeius eina trú, trúna á Frakkland og frönsku
þjóðina, og fyrir hana beitir hann járnvilja sínum
og vitsmunum.
Briand er dulur i skapi og enginn gleðimaður.
Hann situr oftast heima í hinni fátæklegu íbúð sinni,
en dvelur sem skemst í þingsalnum eða stjórnarskrif-
stofunum. Hann skrifar sjaldan í blöð og tekur varla
nokkurn tima á móti blaðamönnum, og er að því
leyti ólíkur flestum stjórnmálamönnum nútímans.
Briand hefir aldrei hirt um að safna fé og lifir
mjög óbrotnu lífi. í frístundum sinum dvelur hann
á bújörð sinni uppi í sveit, og stundar þar búskap,
eða hann skemtir sér við siglingar í Ermarsundi með
nokkrum vinum sínum. Hann unir sér bezt hjá
bændunum frönsku, og þeir hafa líka borið hann á
höndum sér. Hann á mest sitt traust hjá þeim. Höf-
uðborgin hefir verið honum andvig, enda er hann
sjaldséður gestur i veizlusölum og leikhúsum Paris-
ar> og þykir litt kunna til hirðsiða.
(7)