Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 34
Pað er margt svipað með Briand og Lloyd George.
Peir eru báðir einskonar náttúrubörn, og standa út
af fyrir sig meðal stjórnmálamanna nútimans. Peir
hafa rutt sér braut, neðan að, frá hinum lægstu stig-
um, upp til hinna hæstu valda og metorða sem hægt
er aö ná i pessum heimi.
Hugo Stinnes.
Ófriðurinn mikli, sem bylt hefir öllu um í heimin-
um, heflr skapað marga nýja og einkennilega menn,
en vissulega mun Stinnes vera einn af þeim merki-
legustu. Hann er fæddur 1870, og fekk mikinn auð
eftir föður sinn, sem átti miklar kolanámur. Pangað
til 1914 var Stinnes aðeins ríkur kolakaupmaður, en
annars vissi heimurinn lítið um hann.
En þegar heimsstyrjöldin hófst, kemur Stinnes eig-
inlega fyrst til sögunnar. Hann kastaöi sér strax út í
stórkostlegt verzlunarbrask. Keypti námur og verk-
smiðjur um þvert og endilangt Pýzkaland og setti
allskonar fyrirtæki í gang. Honum hepnaðist alt. Pað
var eins og alt, sem hann snerti á, yrði að gulli.
Hann var einn af trúnaðarmönnum stjórnarinnar og
vann stórvirki við að koma betra skipulagi á iðnað
landsins og alla framleiðslu yfirleitt. En harður þótti
hann, og eftir hans tillögum fluttu Pjóðverjar þús-
undir manna úr Belgiu til Pýzkalands, til þess að
láta þá þræla þar. Fyrir þetta varð Stinnes ákaflega
hataður af Bandamönnum.
Pó Stinnes styddi stjórn Pýzkalands af alefli í stríð-
inu, lítur svo út, sem hann altaf hafi búist við því
að Pjóðverjar yrðu undir að lokum. Tveir hinir vold-
ugustu auðmenn landsins, Thyssen og Krupp, settu
mikinn hluta af fé sínu í námur og verksmiðjur í
Elsass-Lothringen, og mistu það alt við friðarsamn-
(8)