Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 36
Stinnes hefir lekið mikinn þátt i stjórnmáium, en
hlotið misjafnan dóm fyrir þá starfsemi. Uppá síð-
kastið hefir hann unnið að því að koma á betra sam-
komulagi milli Pjóðverja og Englendinga. í þeim til-
gangi hefir hann farið til Lundúnaborgar, og er ekki
enn séð fyrir endann á þeim samningum.
Pess eru víst engin dæmi í sögunni aö nokkur
fjármálamaður hafi verið jafnvoldugur og Stinnes.
Pað er sagt með sanni, að hver einasti borgari í
Þýzkalandi og Austurríki greiði skatt til hans af ná-
lega hverri vöru sem hann kaupir. Hvar sem komið
er í þessum löndum, rekur maður sig á völd þessa
undramanns.
Stinnes er svartur á brún og brá og svo óger-
manskur í útliti, sem framast má verða, en um ætt-
erni hans vita menn lítið. Hann er einkennilegt fyr-
irbrigði, og æfiferill hans er óhugsandi, nema á bylt-
inga og upplausnartímum.
Það er sagt um Stinnes, að hann sé allra manna
fljótastur að taka ákvarðanir. Hann hefir taugar úr
stáli og virðist kaldur og tilfinningalaus. Vinir hans
segja að hann minni í mörgu á Napóleon. Hann verður
að standa í stöðugum stórræðum, og sjálfsagt berst
hann fyrst og fremst af löngun til þess að framkvæma
hugsjónir sínar og til þess að ná völdum. Hann er
enginn vanalegur kaupmaður, og þó hann eigi nærri
því óteljandi miljónir, er hann sagður manna spar-
samastur í daglegu lífi. Það er ekki gróðalöngunin,
sem er driffjöðrin í starfsemi hans.
Það er ekki gott að sjá, hver örlög bíða þessa
manns. Nú er alt á tjá og tundri í Mið-Evrópu, en vist
er það, að sem stendur er Stinnes langvoldugastur
allra manna er mæla þýzka tungu og einn af þeim
einkennilegustu mönnum sem uppi eru í heiminum.
(10)