Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 38
hálfguð í augum alþýðunnar ítölsku, og í rauninni
miklu voldugri en stjórnin í Rómaborg.
Svo endaði ófriðurinn og ftalir stóðu sigri hrós-
andi. En eins og ,oft á sér st»ð með sigurvegara,
gerðu þeir harðar kröfur á hendur hinum sigruðu
og miklir stórveldisdraumar höfðu gagntekið meiri
hlut þjóðarinnar. D’Annunzio gerðist nú forvigismað-
ur þeirra, sem lengst gengu í kröfum, og þótt flest-
um þætti, sem ítalir fengju meira við friðarsamning-
ana, en þeir hefðu til unnið, þá vantaði þó ekki
óánægju þar í landi.
Austan við Adríahaf norðarlega og skamt frá hin-
um nýju landamærum Ítalíu liggur borg sú er Fiume
nefnist. Par er höfn góð og skiþasmiðjur stórar. fbú-
ar borgarinnar voru um 50000 og þaraf var helming-
urinn ítalir.
Nú deildu Júgóslavar og ítalir um borgina og vildu
báðir ná henni, en Parísarfundurinn úrskurðaði að
hinir fyrnefndu skyldu eignast hana. ítalir urðu æfa-
reiðir og gengu af fundinum, en þó urðu þeir síðar
að beygja sig undir vilja Frakka og Breta. Pá kom
d’Annunzio aftur til sögunnar. Hann safnaði um sig
flokk af hermönnum og fór til Fiume og tók borg-
ina herskildi 12. september 1919 og tilkynti heimin-
um að hún væri hluti af Ítalíu.
Nú versnaði vegurinn. Bandamenn heimtuðu að
ítalir skyldu gefa borgina á vald Júgóslava, en d’An-
nunzio kvaðst hvergi munu vikja. Stjórnin i Róm
sendi herlið til Fiume, en það hljóp undan merkj-
um og gekk í lið með d’Annunzio, og á sömu leið
fór, er ítölsk ílotadeild var send þangað. Skáldið
varð sterkara en sjóforingjarnir, og tókst því að
vinna hina óbreyttu sjómenn á sitt mál, svo þeir
gáfu skipin á vald uppreisnarmanna.
Svona gekk það um hrið. D’Annunzio sat í Fiume
og storkaði ðllum stórveldunum. Stjórnin italska gat
ekki rekið hann burt, því þær hersveitir, sem sendar
(12)