Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 43
í henni voru helstir menn Collins og Griffith, sem
báðir áttu sæti í stjórn hins irska lýðveldis, en de
Valera var ekki með, og frá þeirri stundu reis hann
öndverður gegn hinum fyrri flokksbræðrum sínum.
Samningarnir í London fóru þannig, að gerður var
hinn »írski friðarsamningur«. Samkvæmt honum var
stofnað »írska fríríkið« (The Irish Free State). Pað
skyldi lúta Bretakonungi og Bretar skyldu hafa yfir-
ráð yflr hervörnum, en að öðru Ieyti varð það í
raun og veru alveg sjálfstælt ríki. Ulster skyldi sjálft
ákveða hvort það vildi ganga inn i »írska fríríkið«,
eða halda sinni fyrri stjórnarskipun.
Pessi samningur kom heiminum á óvart. Fáir höfðu
búist við því, að Bretar myndu þannig brjóta odd af
oflæti sínu. En þeir voru orðnir þreyttir á ófriðnum
írska, og Parlamentið staðfesti friðarsamninginn i
snatri, með miklum atkvæðamun.
Nú fór sem oftar. A mikilvægustu stundum geta
írar ekki orðið sammála. De Valera hamaðist gegn
friðarsamningnum og fylgdi honum nær helmingur
fulltrúanna í Dail Eirann, en alþýðan tók að snúast
á móti honum. Jafnvel kjósendur hans í East Clare
heimtuðu á fjölmennum fundum að samningurinn
yrði staðfestur. Pað skifti þó mestu máli, að kaþólska
kirkjan sneri baki við de Valera, því hann hafði
styggt páfann, og á írlandi ráða klerkarnir mestu.
írska málið hefir verið fremur trúarbragða- en þjóð-
ernisbarátta.
Hinn 7. janúar 1922 var friðarsamningurinn til síð-
ustu umræðu í Dail Eirann. Coilins hélt mikla ræðu
og síðan stóð de Valera upp til þess að svara hon-
um, en hann sagði aðeins »Heimurinn horfir á oss
nú«. Meira gat hann ekki sagt fyrir geðshræringu og
varð að sefjast niður. Síðan var samningurinn stað-
festur með 64 atkvæðum gegn 57.
De Valera sagðí jafnskjótt af sér forsetaembættinu
en kvaðst þó taka við endurkosningu. Hann bjóst
(17) 2